Feður taka síður fæðingarorlof Brjánn Jónasson skrifar 23. október 2013 08:58 Tilgangurinn með því að deila fæðingarorlofi milli feðra og mæðra var meðal annars að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Fréttablaðið/Vilhelm Feður taka síður fæðingarorlof, og taka styttri tíma með börnum sínum nú en fyrir hrun. Þetta sýna tölur frá Fæðingarorlofssjóði. Nær fjórðungur feðra barna sem fædd voru á árinu 2009 kaus að nýta ekki rétt sinn til fæðingarorlofs á þeim þremur árum sem þeir höfðu til að taka orlofið. Á bráðabirgðatölum fyrir árin 2010 til 2012 sést greinilega að feður taka almennt síður fæðingarorlof nú en á árunum fyrir hrun. Mun færri taka eitthvað af þremur sameiginlegum mánuðum sem foreldrar geta deilt með sér. Tregða karla til að taka fæðingarorlof hefur haldist í hendur við lækkandi hámarksgreiðslu á mánuði. Foreldrar í orlofi fá hlutfall launa sinna greitt úr fæðingarorlofssjóði, en þak er sett á hámarksgreiðslu. Út árið 2008 var þakið svo hátt að aðeins þeir sem töldust tekjuháir rákust á það. Þá var hámarksgreiðslan úr Fæðingarorlofssjóði 535 þúsund krónur á mánuði. Í janúar 2009, nokkrum mánuðum eftir bankahrunið, ákvað ríkisstjórnin að lækka þakið í 400 þúsund krónur. Hálfu ári síðar lækkaði þakið í 350 þúsund krónur, og lægst var það eftir janúar 2010 þegar það fór í 300 þúsund krónur á mánuði, rétt rúman helming þess sem það var áður en skerðingahrinan hófst. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf aftur hækkun hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi um síðustu áramót, þegar þakið hækkaði í 350 þúsund. Til stóð að hækka það í 450 þúsund á næstu tveimur árum. Það var ekki eina breytingin sem ríkisstjórn Jóhönnu áformaði. Til stóð að lengja orlofið í áföngum úr níu mánuðum í tólf. Lengja átti orlofið um einn mánuð á ári fram til ársins 2016 þegar það átti að verða tólf mánuðir. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur ákveðið að falla frá lengingu orlofsins, og byrja heldur á því að hækka hámarksupphæðina sem foreldrar geta fengið frá Fæðingarorlofssjóði á mánuði. Fyrsta skrefið hefur raunar þegar verið tekið, en í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í byrjun þessa mánaðar kemur fram að þakið verði hér eftir 370 þúsund krónur á mánuði.Spurning um forgangsröðun Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi nýverið að málið snúist um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Ákveðið hafi verið að taka til baka skerðingar sem fyrri ríkisstjórn hafi ákveðið áður en orlofið verði lengt. Eygló sagði að horfa verði til þess hvert markmiðið með lögum um fæðingarorlof hafi verið þegar réttindi feðra til fæðingarorlofs hafi verið tryggð á árinu 2000. Þá fengu feður þrjá mánuði í fæðingarorlof til móts við þrjá mánuði mæðra, en foreldrarnir fengu að auki þrjá mánuði sem þeir gátu skipt með sér. Rökin fyrir því að gera þessa byltingarkenndu breytingu á lögunum voru ekki eingöngu þau að gera ætti feðrum mögulegt að sinna umönnun barna sinna. Markmiðið var líka að jafna möguleika kynjanna á vinnumarkaði, fjölga konum í stjórnunarstöðum og draga úr kynbundnum launamun. Þegar rýnt er í tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fæðingarorlofssjóði sést að þetta markmið er í hættu. Þriðjungur feðra barna sem fædd eru á síðasta ári hafa enn ekki tekið fæðingarorlof. Orlofið má taka á fyrstu þremur árunum eftir fæðingu barns svo talan á eflaust eftir að hækka. Hlutfallið á síðasta ári var meira en helmingi hærra en það var þegar það var lægst, árið 2008. Þá tóku 16,3 prósent feðra ekkert fæðingarorlof. Hlutfallið fyrir árið 2012 gæti þó hækkað eins og áður segir. SA vilja frekar hækka hámarkið Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir það lengi hafa verið keppikefli samtakanna að réttur til fæðingarorlofs nýtist báðum foreldrum. „Það er mikilvægur þáttur í jafnrétti á vinnumarkaði að rétturinn sé jafn og að það sé hvati fyrir báða aðila að nýta sér réttinn. Með of lágu tekjuþaki er það hins vegar tekjulægra foreldrið sem er líklegra til að nýta réttinn og það er ekki í samræmi við jafnréttissjónarmiðin,“ segir Þorsteinn. Hann segir það ekki forgangsmál við núverandi efnahagsaðstæður að lengja orlofsréttinn. „Við teljum þann kostnaðarauka sem því fylgdi ekki forgangsmál. Nær væri að skoða vandlega hvaða áhrif lækkun á hámarksgreiðslu hefur haft. Það eru vísbendingar um að karlar nýti sér síður rétt sinn vegna lækkunar á hámarksgreiðslum og því eru upprunaleg markmið um jafnrétti til orlofs síður að nást,“ segir Þorsteinn. Fæðingarorlofssjóður er fjármagnaður með hluta af tryggingagjaldi, sem fyrirtækin í landinu greiða. Tryggingagjaldið er í dag 7,69 prósent. Af því hefur sjóðurinn fengið 1,28 prósentustig, en í fjárlagafrumvarpinu sem kom fram í byrjun mánaðarins kom fram að hlutfallið yrði lækkað í 0,65 prósentustig. Þorsteinn segir þetta leiða til þess að hámarksfjárhæð orlofsréttinda verði ekki hækkuð í framtíðinni nema til komi frekari hækkun tryggingagjalds. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í þessum efnum sé ávísun á stóraukna skattlagningu á launatekjur frá því sem áður hafi verið. Þetta gangi þvert á loforð ríkisstjórnarinnar og það valdi miklum vonbrigðum. Skerðing bitnar líka á konum Ég var sáttur við að lengja orlofið, ég samþykkti það, en með þeim formerkjum að það þyrfti líka að hækka þakið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að stjórnvöld þurfi að hafa samráð við Samtök atvinnulífsins um hvernig fæðingarorlofið eigi að þróast. Þó komi spánskt fyrir sjónir að skerða það hlutfall tryggingagjaldsins sem renni í Fæðingarorlofssjóð og því mótmæli Björt framtíð. „Með óbreyttu hlutfalli hefði verið hægt að fara í lengingu orlofsins og fara í samræður við atvinnulífið um hvort við ættum að fara í að hækka þakið líka til að sjóðurinn gagnist fólki betur,“ segir Guðmundur. Hann segir sorglegt að karlmenn hætti við að taka orlof, en bendir á að þó að lækkun á hámarksgreiðslu komi frekar fram hjá körlum hafi það þó einnig slæm áhrif á konur. Þær geti síður sleppt því að taka orlof og verði því frekar að taka á sig lækkun á tekjum.Færri karlar taka meira en þrjá mánuði Þegar rýnt er í tölur um fæðingarorlof karla má sjá að lítið hefur dregið úr hlutfalli karla sem taka eitthvert orlof, en ekki meira en þá þrjá mánuði sem eyrnamerktir eru körlum. Þeir sem taka allt að þrjá mánuði hafa verið á bilinu 75 til 80 prósent, en hefur fjölgað í 87 prósent vegna barna sem fædd eru 2008. Aukninguna verður að skoða í samhengi við verulega fækkun feðra sem taka eitthvert hlutfall af þeim þremur mánuðum sem foreldrar deila á milli sín. Um 17 til 19 prósent feðra barna sem fædd voru 2005 til 2008 tóku meira orlof en þá þrjá mánuði sem eru eyrnamerktir þeim. Þegar tölur yfir feður barna sem fæddust í fyrra eru skoðaðar er hlutfallið komið í rúm 8 prósent. Þar ber þó að geta þess að foreldrar hafa þrjú ár frá fæðingu barns til að taka orlofið, svo hlutfallið á eflaust eftir að lagast eitthvað. Hlutfall feðra sem ekkert orlof taka hefur hækkað skarpt. Um fimmtungur, 20 prósent, feðra barna sem fædd eru árið 2005 tók ekkert orlof. Það hlutfall var komið í rúm 16 prósent hjá feðrum barna sem fædd voru árið 2008. Sú staða hefur breyst verlega. Um 29 prósent feðra barna sem fædd eru á árinu 2011 hafa ekkert orlof tekið, og rúm 33prósent feðra barna sem fæddust í fyrra eru í sömu stöðu. Aftur er rétt að ítreka að líklegt er að hlutfallið breytist eitthvað þar sem fresturinn til að taka orlof er ekki runninn út. Sjá má einhverja byrjun á þessari þróun þegar borin eru saman orlof feðra barna sem fædd eru árin 2008 og 2009. Búið er að gera upp orlof vegna barna fæddra á árinu 2009 þar sem meira en þrjú ár eru liðin frá fæðingu barnanna. Hlutfall feðra sem tóku þrjá mánuði eða færri minnkaði milli ára úr tæplega 65 prósent í 61 prósent, og hlutfall feðra sem tóku meira en þrjá mánuði lækkaði úr 19 prósent í tæp 16 prósent. Fréttaskýringar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Feður taka síður fæðingarorlof, og taka styttri tíma með börnum sínum nú en fyrir hrun. Þetta sýna tölur frá Fæðingarorlofssjóði. Nær fjórðungur feðra barna sem fædd voru á árinu 2009 kaus að nýta ekki rétt sinn til fæðingarorlofs á þeim þremur árum sem þeir höfðu til að taka orlofið. Á bráðabirgðatölum fyrir árin 2010 til 2012 sést greinilega að feður taka almennt síður fæðingarorlof nú en á árunum fyrir hrun. Mun færri taka eitthvað af þremur sameiginlegum mánuðum sem foreldrar geta deilt með sér. Tregða karla til að taka fæðingarorlof hefur haldist í hendur við lækkandi hámarksgreiðslu á mánuði. Foreldrar í orlofi fá hlutfall launa sinna greitt úr fæðingarorlofssjóði, en þak er sett á hámarksgreiðslu. Út árið 2008 var þakið svo hátt að aðeins þeir sem töldust tekjuháir rákust á það. Þá var hámarksgreiðslan úr Fæðingarorlofssjóði 535 þúsund krónur á mánuði. Í janúar 2009, nokkrum mánuðum eftir bankahrunið, ákvað ríkisstjórnin að lækka þakið í 400 þúsund krónur. Hálfu ári síðar lækkaði þakið í 350 þúsund krónur, og lægst var það eftir janúar 2010 þegar það fór í 300 þúsund krónur á mánuði, rétt rúman helming þess sem það var áður en skerðingahrinan hófst. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf aftur hækkun hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi um síðustu áramót, þegar þakið hækkaði í 350 þúsund. Til stóð að hækka það í 450 þúsund á næstu tveimur árum. Það var ekki eina breytingin sem ríkisstjórn Jóhönnu áformaði. Til stóð að lengja orlofið í áföngum úr níu mánuðum í tólf. Lengja átti orlofið um einn mánuð á ári fram til ársins 2016 þegar það átti að verða tólf mánuðir. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur ákveðið að falla frá lengingu orlofsins, og byrja heldur á því að hækka hámarksupphæðina sem foreldrar geta fengið frá Fæðingarorlofssjóði á mánuði. Fyrsta skrefið hefur raunar þegar verið tekið, en í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í byrjun þessa mánaðar kemur fram að þakið verði hér eftir 370 þúsund krónur á mánuði.Spurning um forgangsröðun Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi nýverið að málið snúist um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Ákveðið hafi verið að taka til baka skerðingar sem fyrri ríkisstjórn hafi ákveðið áður en orlofið verði lengt. Eygló sagði að horfa verði til þess hvert markmiðið með lögum um fæðingarorlof hafi verið þegar réttindi feðra til fæðingarorlofs hafi verið tryggð á árinu 2000. Þá fengu feður þrjá mánuði í fæðingarorlof til móts við þrjá mánuði mæðra, en foreldrarnir fengu að auki þrjá mánuði sem þeir gátu skipt með sér. Rökin fyrir því að gera þessa byltingarkenndu breytingu á lögunum voru ekki eingöngu þau að gera ætti feðrum mögulegt að sinna umönnun barna sinna. Markmiðið var líka að jafna möguleika kynjanna á vinnumarkaði, fjölga konum í stjórnunarstöðum og draga úr kynbundnum launamun. Þegar rýnt er í tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fæðingarorlofssjóði sést að þetta markmið er í hættu. Þriðjungur feðra barna sem fædd eru á síðasta ári hafa enn ekki tekið fæðingarorlof. Orlofið má taka á fyrstu þremur árunum eftir fæðingu barns svo talan á eflaust eftir að hækka. Hlutfallið á síðasta ári var meira en helmingi hærra en það var þegar það var lægst, árið 2008. Þá tóku 16,3 prósent feðra ekkert fæðingarorlof. Hlutfallið fyrir árið 2012 gæti þó hækkað eins og áður segir. SA vilja frekar hækka hámarkið Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir það lengi hafa verið keppikefli samtakanna að réttur til fæðingarorlofs nýtist báðum foreldrum. „Það er mikilvægur þáttur í jafnrétti á vinnumarkaði að rétturinn sé jafn og að það sé hvati fyrir báða aðila að nýta sér réttinn. Með of lágu tekjuþaki er það hins vegar tekjulægra foreldrið sem er líklegra til að nýta réttinn og það er ekki í samræmi við jafnréttissjónarmiðin,“ segir Þorsteinn. Hann segir það ekki forgangsmál við núverandi efnahagsaðstæður að lengja orlofsréttinn. „Við teljum þann kostnaðarauka sem því fylgdi ekki forgangsmál. Nær væri að skoða vandlega hvaða áhrif lækkun á hámarksgreiðslu hefur haft. Það eru vísbendingar um að karlar nýti sér síður rétt sinn vegna lækkunar á hámarksgreiðslum og því eru upprunaleg markmið um jafnrétti til orlofs síður að nást,“ segir Þorsteinn. Fæðingarorlofssjóður er fjármagnaður með hluta af tryggingagjaldi, sem fyrirtækin í landinu greiða. Tryggingagjaldið er í dag 7,69 prósent. Af því hefur sjóðurinn fengið 1,28 prósentustig, en í fjárlagafrumvarpinu sem kom fram í byrjun mánaðarins kom fram að hlutfallið yrði lækkað í 0,65 prósentustig. Þorsteinn segir þetta leiða til þess að hámarksfjárhæð orlofsréttinda verði ekki hækkuð í framtíðinni nema til komi frekari hækkun tryggingagjalds. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í þessum efnum sé ávísun á stóraukna skattlagningu á launatekjur frá því sem áður hafi verið. Þetta gangi þvert á loforð ríkisstjórnarinnar og það valdi miklum vonbrigðum. Skerðing bitnar líka á konum Ég var sáttur við að lengja orlofið, ég samþykkti það, en með þeim formerkjum að það þyrfti líka að hækka þakið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að stjórnvöld þurfi að hafa samráð við Samtök atvinnulífsins um hvernig fæðingarorlofið eigi að þróast. Þó komi spánskt fyrir sjónir að skerða það hlutfall tryggingagjaldsins sem renni í Fæðingarorlofssjóð og því mótmæli Björt framtíð. „Með óbreyttu hlutfalli hefði verið hægt að fara í lengingu orlofsins og fara í samræður við atvinnulífið um hvort við ættum að fara í að hækka þakið líka til að sjóðurinn gagnist fólki betur,“ segir Guðmundur. Hann segir sorglegt að karlmenn hætti við að taka orlof, en bendir á að þó að lækkun á hámarksgreiðslu komi frekar fram hjá körlum hafi það þó einnig slæm áhrif á konur. Þær geti síður sleppt því að taka orlof og verði því frekar að taka á sig lækkun á tekjum.Færri karlar taka meira en þrjá mánuði Þegar rýnt er í tölur um fæðingarorlof karla má sjá að lítið hefur dregið úr hlutfalli karla sem taka eitthvert orlof, en ekki meira en þá þrjá mánuði sem eyrnamerktir eru körlum. Þeir sem taka allt að þrjá mánuði hafa verið á bilinu 75 til 80 prósent, en hefur fjölgað í 87 prósent vegna barna sem fædd eru 2008. Aukninguna verður að skoða í samhengi við verulega fækkun feðra sem taka eitthvert hlutfall af þeim þremur mánuðum sem foreldrar deila á milli sín. Um 17 til 19 prósent feðra barna sem fædd voru 2005 til 2008 tóku meira orlof en þá þrjá mánuði sem eru eyrnamerktir þeim. Þegar tölur yfir feður barna sem fæddust í fyrra eru skoðaðar er hlutfallið komið í rúm 8 prósent. Þar ber þó að geta þess að foreldrar hafa þrjú ár frá fæðingu barns til að taka orlofið, svo hlutfallið á eflaust eftir að lagast eitthvað. Hlutfall feðra sem ekkert orlof taka hefur hækkað skarpt. Um fimmtungur, 20 prósent, feðra barna sem fædd eru árið 2005 tók ekkert orlof. Það hlutfall var komið í rúm 16 prósent hjá feðrum barna sem fædd voru árið 2008. Sú staða hefur breyst verlega. Um 29 prósent feðra barna sem fædd eru á árinu 2011 hafa ekkert orlof tekið, og rúm 33prósent feðra barna sem fæddust í fyrra eru í sömu stöðu. Aftur er rétt að ítreka að líklegt er að hlutfallið breytist eitthvað þar sem fresturinn til að taka orlof er ekki runninn út. Sjá má einhverja byrjun á þessari þróun þegar borin eru saman orlof feðra barna sem fædd eru árin 2008 og 2009. Búið er að gera upp orlof vegna barna fæddra á árinu 2009 þar sem meira en þrjú ár eru liðin frá fæðingu barnanna. Hlutfall feðra sem tóku þrjá mánuði eða færri minnkaði milli ára úr tæplega 65 prósent í 61 prósent, og hlutfall feðra sem tóku meira en þrjá mánuði lækkaði úr 19 prósent í tæp 16 prósent.
Fréttaskýringar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira