Óvissa um framtíð Margrétar Láru hjá Kristianstad Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 07:00 Margrét Lára getur horft brosandi á vel heppnað tímabil sem lýkur í Serbíu í næstu viku. Mynd/Daníel „Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
„Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira