Leiðin til að rjúfa vítahringinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. október 2013 07:00 Færri feður taka sér nú fæðingarorlof með börnum sínum en á árunum fyrir hrun. Fréttablaðið sagði í gær frá fyrstu handföstu tölunum um áhrifin af verulegri lækkun fæðingarorlofsgreiðslnanna árið 2009. Afleiðingarnar komu ekki strax í ljós, því að um leið og greiðslurnar voru skornar niður var tímabilið sem foreldrar hafa til að taka orlofið lengt úr átján mánuðum í þrjú ár. Nú sjáum við því í fyrsta sinn hverju skerðingin breytti varðandi feður barna sem fæddust árið 2009. Samtals tóku 77% þeirra sér fæðingarorlof, en tæplega 84% feðra barna sem fæddust árið áður. Áhrifin á feður barna sem hafa fæðzt síðar eru ekki að fullu komin fram, en af feðrum barna sem fæddust á síðasta ári hafa til dæmis aðeins tæplega 67% tekið orlof. Þá hefur þeim feðrum fækkað verulega sem taka meira orlof en mánuðina þrjá sem feður eiga sjálfstæðan rétt til. Það þýðir væntanlega líka að mæðurnar taka meira af sameiginlegum rétti foreldra og eru lengur frá vinnu. Þróunin þarf ekki að koma á óvart; þakið á greiðslum í fæðingarorlofi var eftir hrun lækkað úr 535 þúsund krónum í 300 þúsund. Vegna þess að launamunur kynjanna er ennþá staðreynd og feður eru oftast með hærri laun en mæður, hlaut skerðingin að þýða að færri feður treystu sér í tekjumissinn sem því fylgir að fara í fæðingarorlof. Þessi breyting vinnur augljóslega gegn einu af markmiðum breytinganna á fæðingarorlofinu sem gerðar voru um aldamótin; að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum og rjúfa vítahringinn sem kynbundinn launamunur er hluti af. Launamunurinn er ekki sízt tilkominn vegna þess að vinnuveitendur líta enn svo á að konur séu óáreiðanlegri starfskraftur en karlar af því að þær eru lengur frá störfum vegna barneigna og bera meiri ábyrgð á börnum og heimili. Þegar feður áttu engan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs og orlofsgreiðslurnar voru lágar var það að mörgu leyti rökrétt ákvörðun að mæður tækju sér frekar orlof með börnunum; þannig missti heimilið minni tekjur. Og þá var forsendum launamunarins um leið viðhaldið. Með því að feðurnir fengu hvata til að taka sér orlof með litlum börnum hverfa þeir af vinnumarkaði um skeið og verða um leið líklegri til að sinna börnunum meira þegar fram líða stundir. Þar með verða þeir álíka „óáreiðanlegir“ í vinnu og mæðurnar. Með því að feðrum sem taka sér fæðingarorlof fækkar, minnka hins vegar líkurnar á að það takist að rjúfa vítahringinn. Þess vegna er það rétt stefna hjá Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem hún lýsti nýlega, að byrja á því að hækka á ný greiðslurnar til foreldra í fæðingarorlofi ef ríkisfjármálin leyfa, frekar en að lengja orlofið eins og fyrri ríkisstjórn hafði áform um. Það er áhrifaríkari leið til að rjúfa vítahring launamunar og hefðbundinna kynhlutverka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Færri feður taka sér nú fæðingarorlof með börnum sínum en á árunum fyrir hrun. Fréttablaðið sagði í gær frá fyrstu handföstu tölunum um áhrifin af verulegri lækkun fæðingarorlofsgreiðslnanna árið 2009. Afleiðingarnar komu ekki strax í ljós, því að um leið og greiðslurnar voru skornar niður var tímabilið sem foreldrar hafa til að taka orlofið lengt úr átján mánuðum í þrjú ár. Nú sjáum við því í fyrsta sinn hverju skerðingin breytti varðandi feður barna sem fæddust árið 2009. Samtals tóku 77% þeirra sér fæðingarorlof, en tæplega 84% feðra barna sem fæddust árið áður. Áhrifin á feður barna sem hafa fæðzt síðar eru ekki að fullu komin fram, en af feðrum barna sem fæddust á síðasta ári hafa til dæmis aðeins tæplega 67% tekið orlof. Þá hefur þeim feðrum fækkað verulega sem taka meira orlof en mánuðina þrjá sem feður eiga sjálfstæðan rétt til. Það þýðir væntanlega líka að mæðurnar taka meira af sameiginlegum rétti foreldra og eru lengur frá vinnu. Þróunin þarf ekki að koma á óvart; þakið á greiðslum í fæðingarorlofi var eftir hrun lækkað úr 535 þúsund krónum í 300 þúsund. Vegna þess að launamunur kynjanna er ennþá staðreynd og feður eru oftast með hærri laun en mæður, hlaut skerðingin að þýða að færri feður treystu sér í tekjumissinn sem því fylgir að fara í fæðingarorlof. Þessi breyting vinnur augljóslega gegn einu af markmiðum breytinganna á fæðingarorlofinu sem gerðar voru um aldamótin; að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum og rjúfa vítahringinn sem kynbundinn launamunur er hluti af. Launamunurinn er ekki sízt tilkominn vegna þess að vinnuveitendur líta enn svo á að konur séu óáreiðanlegri starfskraftur en karlar af því að þær eru lengur frá störfum vegna barneigna og bera meiri ábyrgð á börnum og heimili. Þegar feður áttu engan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs og orlofsgreiðslurnar voru lágar var það að mörgu leyti rökrétt ákvörðun að mæður tækju sér frekar orlof með börnunum; þannig missti heimilið minni tekjur. Og þá var forsendum launamunarins um leið viðhaldið. Með því að feðurnir fengu hvata til að taka sér orlof með litlum börnum hverfa þeir af vinnumarkaði um skeið og verða um leið líklegri til að sinna börnunum meira þegar fram líða stundir. Þar með verða þeir álíka „óáreiðanlegir“ í vinnu og mæðurnar. Með því að feðrum sem taka sér fæðingarorlof fækkar, minnka hins vegar líkurnar á að það takist að rjúfa vítahringinn. Þess vegna er það rétt stefna hjá Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem hún lýsti nýlega, að byrja á því að hækka á ný greiðslurnar til foreldra í fæðingarorlofi ef ríkisfjármálin leyfa, frekar en að lengja orlofið eins og fyrri ríkisstjórn hafði áform um. Það er áhrifaríkari leið til að rjúfa vítahring launamunar og hefðbundinna kynhlutverka.