Tökur á Hrauninu í fullum gangi Freyr Bjarnason skrifar 24. október 2013 09:00 Reynir Lyngdal og Björn Hlynur Haraldsson við tökur á Hrauninu hjá Landspítalanum. fréttablaðið/stefán Upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hrauninu standa nú yfir í Reykjavík og lýkur þeim eftir tæpar tvær vikur. Áður höfðu tökurnar farið fram á Snæfellsnesi og gengu þær prýðilega að sögn leikstjórans, Reynis Lyngdals. „Það hitti svo vel á með veðrið. Þetta er ótrúlegur staður. Orkan er mikil og náttúrufegurðin ótrúleg. Þetta er flottur bakgrunnur fyrir þessa seríu, mjög „mystískt“,“ segir Reynir. Hraunið er framhald Hamarsins sem var sýndur í sjónvarpinu 2011. Þessi nýja sería verður líkast til frumsýnd um páskana. Björn Hlynur Haraldsson leikur rannsóknarlögreglumanninn Helga Marvin sem er sendur á Snæfellsnes til að aðstoða lögregluna á svæðinu við rannsókn máls. Á sama tíma hverfur ungur maður með dóttur sína eftir berjatínsluferð úti í hrauni. „Þetta er svipaður „fílingur“,“ segir Reynir er hann ber saman Hraunið og Hamarinn. „Þetta er svolítið harðara mál sem lögreglumaðurinn er að glíma við í þetta skiptið. Það er aðeins meiri „aksjón“ í þetta skiptið og það er verið að glíma við aðeins harðari glæpamenn.“ Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hrauninu standa nú yfir í Reykjavík og lýkur þeim eftir tæpar tvær vikur. Áður höfðu tökurnar farið fram á Snæfellsnesi og gengu þær prýðilega að sögn leikstjórans, Reynis Lyngdals. „Það hitti svo vel á með veðrið. Þetta er ótrúlegur staður. Orkan er mikil og náttúrufegurðin ótrúleg. Þetta er flottur bakgrunnur fyrir þessa seríu, mjög „mystískt“,“ segir Reynir. Hraunið er framhald Hamarsins sem var sýndur í sjónvarpinu 2011. Þessi nýja sería verður líkast til frumsýnd um páskana. Björn Hlynur Haraldsson leikur rannsóknarlögreglumanninn Helga Marvin sem er sendur á Snæfellsnes til að aðstoða lögregluna á svæðinu við rannsókn máls. Á sama tíma hverfur ungur maður með dóttur sína eftir berjatínsluferð úti í hrauni. „Þetta er svipaður „fílingur“,“ segir Reynir er hann ber saman Hraunið og Hamarinn. „Þetta er svolítið harðara mál sem lögreglumaðurinn er að glíma við í þetta skiptið. Það er aðeins meiri „aksjón“ í þetta skiptið og það er verið að glíma við aðeins harðari glæpamenn.“
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira