Katrín skrifar framhald Olympus Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 08:00 Katrín Benedikt ásamt leikaranum Gerard Butler. Framhald á hasarmyndinni Olympus Has Fallen sem á að gerast í London er í undirbúningi. Sem fyrr verða handritshöfundar hin íslenska Katrín Benedikt, sem flutti til Bandaríkjanna þegar hún var sex ára, og eiginmaður hennar Creighton Rothenberger. Samkvæmt Screen Daily mun framhaldið heita London Has Fallen og fjallar um hryðjuverkamenn sem gera árás á ensku höfuðborgina á meðan jarðarför forsætisráðherra Bretlands stendur yfir. Gerard Butler, Aaron Eckhart og Morgan Freeman munu allir endurtaka hlutverk sín úr fyrri myndinni, sem var frumsýnd í mars síðastliðnum. Hún fjallaði um fyrrverandi lífvörð Bandaríkjaforseta sem lokast inni í Hvíta húsinu í miðri hryðjuverkaárás og var gerð eftir fyrsta kvikmyndahandriti Katrínar og Rothenbergers. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur og halaði inn 160 milljónir Bandaríkjadala um allan heim, eða um nítján milljarða króna. Framleiðslukostnaður nam um 80 milljónum dala, eða rúmum níu milljörðum króna. Butler verður aftur einn af framleiðendum og eiga tökur að hefjast 5. maí á næsta ári í London. Enn á eftir að ráða leikstjóra en Antoine Fuqua leikstýrði fyrri myndinni. Katrín og Rothenberger skrifa einnig handritið að Expendables 3 ásamt Sylvester Stallone. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Framhald á hasarmyndinni Olympus Has Fallen sem á að gerast í London er í undirbúningi. Sem fyrr verða handritshöfundar hin íslenska Katrín Benedikt, sem flutti til Bandaríkjanna þegar hún var sex ára, og eiginmaður hennar Creighton Rothenberger. Samkvæmt Screen Daily mun framhaldið heita London Has Fallen og fjallar um hryðjuverkamenn sem gera árás á ensku höfuðborgina á meðan jarðarför forsætisráðherra Bretlands stendur yfir. Gerard Butler, Aaron Eckhart og Morgan Freeman munu allir endurtaka hlutverk sín úr fyrri myndinni, sem var frumsýnd í mars síðastliðnum. Hún fjallaði um fyrrverandi lífvörð Bandaríkjaforseta sem lokast inni í Hvíta húsinu í miðri hryðjuverkaárás og var gerð eftir fyrsta kvikmyndahandriti Katrínar og Rothenbergers. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur og halaði inn 160 milljónir Bandaríkjadala um allan heim, eða um nítján milljarða króna. Framleiðslukostnaður nam um 80 milljónum dala, eða rúmum níu milljörðum króna. Butler verður aftur einn af framleiðendum og eiga tökur að hefjast 5. maí á næsta ári í London. Enn á eftir að ráða leikstjóra en Antoine Fuqua leikstýrði fyrri myndinni. Katrín og Rothenberger skrifa einnig handritið að Expendables 3 ásamt Sylvester Stallone.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira