Bless, Sigmundur Davíð Saga Garðarsdóttir skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Einu sinni átti mamma mín leiðinlegan pennavin sem hún nennti ekki að skrifast á við lengur, svo hún skrifaði honum bréf með vinstri hendinni sem vinkona sín og sagðist sjálf hafa látist í bílslysi. Ég slæ þér þetta bréf með báðum höndum til að ljúka því sem aldrei varð. Ég hef ekki gefið upp öndina en ég hef gefist upp á þér. Sá illi grunur læðist að mér að seinagangi póstþjónustunnar sé ekki um að kenna að ég hef ekki fengið frá þér svar heldur hafir þú tekið meðvitaða ákvörðun um að leiða mig hjá þér. Það er næstum jafn leiðinlegt og það er móðgandi. Gleðibanki minn er tómur – þú leggur ekkert inn, tekur bara út. Þú ert vonlaus pennavinur Sigmundur og mér finnst þú vonlaus forsætisráðherra af sömu ástæðu. Ef það er eitthvað sem hefur afhjúpast undanfarin ár er það þörfin fyrir stælalaus stjórnmál og opin samtöl. Það eru fleiri en ég í þeim sporum að botna ekkert í þér, fleiri sem bíða eftir svörum, útskýringum á því hvernig þú ætlar að framkvæma allt sem þú hefur lofað og af hverju þú framkvæmir það sem þú svo framkvæmir. Hvernig getur þú til að mynda réttlætt að leggja laumulega niður umhverfisráðuneytið og afnema sérstaka veiðigjaldið? Fjárlagafrumvarp þitt endurspeglar forna og heimskulega forgangsröðun. Þú elur á þjóðerniskennd og talar um þjóðmenningu en skerð í sömu andrá niður til menningar og lista. Fjárlög til landbúnaðar aukast þó verulega. Það hefur enginn sigrað heiminn með niðurgreiddri lambakótilettu Sigmundur en hugvit er lykillinn að ansi mörgum lásum. Þú ert lýðræðislega kjörinn fulltrúi en ekki kóngur og sem slíkur skuldar þú okkur samtal og útskýringar á því sem þú gerir í okkar nafni. Um daginn baðstu okkur í ræðu um að ímynda okkur fyrirmyndarland sem við gætum stefnt að. Vandinn er, Sigmundur, að ímyndi ég mér slíkt land þá ert þú ekki forsætisráðherra þar. Ég sé nú að allar líkingar á samskiptum okkar við kvikmyndir eru fráleitar. Við eigum ekkert sameiginlegt með hreinskilni persónanna í Clueless eða samheldni elskendanna í Titanic. Samtal okkar er andvana fætt, handrit í tómum Kvikmyndasjóði. P.s. Hvort finnst þér betri Wham eða Duran Duran? Djók mér er sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Tengdar fréttir Jæja Sigmundur Davíð Ég birti þér bréf fyrir tveimur vikum og enn hefur mér ekki borist svar. Ég veit ekki hversu duglegir aðstoðarmenn þínir eru að sýna þér Fréttablaðið eða faxa það allar þessar sjómílur í snekkjuna þína í Karabíska hafinu, eða hvort nóg sé af blöðum í faxtækinu til að prenta 21. október 2013 06:00 Kæri Sigmundur Davíð Ég þekki þig ekki persónulega en tilgangur þessa bréfs er einmitt að breyta þeirri leiðu staðreynd. Ég kem mér bara beint að efninu: Viltu vera opinber pennavinur minn næstu fjögur árin? 7. október 2013 07:00 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun
Einu sinni átti mamma mín leiðinlegan pennavin sem hún nennti ekki að skrifast á við lengur, svo hún skrifaði honum bréf með vinstri hendinni sem vinkona sín og sagðist sjálf hafa látist í bílslysi. Ég slæ þér þetta bréf með báðum höndum til að ljúka því sem aldrei varð. Ég hef ekki gefið upp öndina en ég hef gefist upp á þér. Sá illi grunur læðist að mér að seinagangi póstþjónustunnar sé ekki um að kenna að ég hef ekki fengið frá þér svar heldur hafir þú tekið meðvitaða ákvörðun um að leiða mig hjá þér. Það er næstum jafn leiðinlegt og það er móðgandi. Gleðibanki minn er tómur – þú leggur ekkert inn, tekur bara út. Þú ert vonlaus pennavinur Sigmundur og mér finnst þú vonlaus forsætisráðherra af sömu ástæðu. Ef það er eitthvað sem hefur afhjúpast undanfarin ár er það þörfin fyrir stælalaus stjórnmál og opin samtöl. Það eru fleiri en ég í þeim sporum að botna ekkert í þér, fleiri sem bíða eftir svörum, útskýringum á því hvernig þú ætlar að framkvæma allt sem þú hefur lofað og af hverju þú framkvæmir það sem þú svo framkvæmir. Hvernig getur þú til að mynda réttlætt að leggja laumulega niður umhverfisráðuneytið og afnema sérstaka veiðigjaldið? Fjárlagafrumvarp þitt endurspeglar forna og heimskulega forgangsröðun. Þú elur á þjóðerniskennd og talar um þjóðmenningu en skerð í sömu andrá niður til menningar og lista. Fjárlög til landbúnaðar aukast þó verulega. Það hefur enginn sigrað heiminn með niðurgreiddri lambakótilettu Sigmundur en hugvit er lykillinn að ansi mörgum lásum. Þú ert lýðræðislega kjörinn fulltrúi en ekki kóngur og sem slíkur skuldar þú okkur samtal og útskýringar á því sem þú gerir í okkar nafni. Um daginn baðstu okkur í ræðu um að ímynda okkur fyrirmyndarland sem við gætum stefnt að. Vandinn er, Sigmundur, að ímyndi ég mér slíkt land þá ert þú ekki forsætisráðherra þar. Ég sé nú að allar líkingar á samskiptum okkar við kvikmyndir eru fráleitar. Við eigum ekkert sameiginlegt með hreinskilni persónanna í Clueless eða samheldni elskendanna í Titanic. Samtal okkar er andvana fætt, handrit í tómum Kvikmyndasjóði. P.s. Hvort finnst þér betri Wham eða Duran Duran? Djók mér er sama.
Jæja Sigmundur Davíð Ég birti þér bréf fyrir tveimur vikum og enn hefur mér ekki borist svar. Ég veit ekki hversu duglegir aðstoðarmenn þínir eru að sýna þér Fréttablaðið eða faxa það allar þessar sjómílur í snekkjuna þína í Karabíska hafinu, eða hvort nóg sé af blöðum í faxtækinu til að prenta 21. október 2013 06:00
Kæri Sigmundur Davíð Ég þekki þig ekki persónulega en tilgangur þessa bréfs er einmitt að breyta þeirri leiðu staðreynd. Ég kem mér bara beint að efninu: Viltu vera opinber pennavinur minn næstu fjögur árin? 7. október 2013 07:00
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun