Aðförin að Ólafi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sakaði Steingrím J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson um „aðför“ að forseta Íslands í ræðu á Alþingi í fyrradag. Skrif þessara tveggja fyrrverandi ráðherra í bókum um síðasta kjörtímabil kallar hún „forkastanleg“, af því að þar er að finna harða gagnrýni á forsetann. „Það er ekki lýðræðinu eða stjórnskipun vorri til framdráttar að ráðast á forseta Íslands með þessum hætti né bætir það stjórnmálaumræðuna í landinu,“ sagði Sigrún. „Á góðum stundum tala og töluðu þessir stjórnmálamenn um nauðsyn þess að gera stjórnmálaumræðu hófstilltari, málefnalegri og opnari. Öllum þeim gildum er kastað fyrir róða til að koma höggi á forseta Íslands.“ Þessi ræða hefði vel getað átt við fyrr á árum, þegar á stóli forseta Íslands sátu einstaklingar sem töldu það ekki hlutverk sitt að blanda sér í pólitísk deilumál og lögðu meira til samstöðu en sundrungar meðal þjóðarinnar. Forsetinn lét pólitíkina í friði og pólitíkin lét forsetann í friði. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur hins vegar blandað sér með afgerandi hætti í pólitísk deilumál. Hann hefur tekið fram fyrir hendurnar á Alþingi með því að synja lögum staðfestingar í þrígang. Í viðtali við Fréttablaðið eftir forsetakosningarnar í fyrra sagði Ólafur Ragnar að í kosningaúrslitunum fælist „sú krafa að forsetinn sé virkur þátttakandi í samræðum þjóðarinnar um hin stærstu mál“. Hann túlkaði úrslitin þannig að þjóðin hefði veitt honum umboð til að láta meira að sér kveða og tala skýrt um umdeild mál á borð við stjórnarskrána og Evrópusambandið. Það má deila um þessa túlkun kosningaúrslitanna en þetta er síðan einmitt það sem forsetinn hefur gert. Hann hefur tjáð sig með afgerandi hætti um bæði þessi stóru mál; um stjórnarskrána í síðasta nýársávarpi sínu og um Evrópusambandið í þingsetningarræðu sinni í sumar. Eins og ýmsir urðu til að benda á eftir forsetakosningarnar getur forsetinn ekki búizt við að vera virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðunni án þess að honum sé svarað og málflutningur hans og framganga gagnrýnd. Þá gildir einu hvort fólki finnst að hann fari út fyrir stjórnskipulegt hlutverk sitt með málflutningi sínum eða ekki. Hann setur fram rök fyrir máli sínu og þá hljóta þeir sem eru á öndverðum meiði að svara – vonandi líka með vönduðum rökum. Málefnaleg stjórnmálaumræða getur að minnsta kosti alls ekki átt að fara þannig fram að áhrifamikill talsmaður eins sjónarmiðs tali og kveði fast að skoðunum sínum, en talsmenn öndverðra sjónarmiða þegi bara þunnu hljóði af því að þeir beri svo mikla virðingu fyrir andstæðingnum, stöðu hans vegna. Gagnrýni og skoðanaskipti eru nú einu sinni alveg bráðnauðsynlegur hluti af stjórnmálaumræðunni. Sennilega er algjör óþarfi að þingflokksformaður Framsóknarflokksins komi forseta Íslands til varnar. Hann er gamalreyndur í stjórnmálunum. Hann veit vel að sá sem blandar sér í pólitískar deilur verður að þola andmæli og gagnrýni. Í því felst engin aðför. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sakaði Steingrím J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson um „aðför“ að forseta Íslands í ræðu á Alþingi í fyrradag. Skrif þessara tveggja fyrrverandi ráðherra í bókum um síðasta kjörtímabil kallar hún „forkastanleg“, af því að þar er að finna harða gagnrýni á forsetann. „Það er ekki lýðræðinu eða stjórnskipun vorri til framdráttar að ráðast á forseta Íslands með þessum hætti né bætir það stjórnmálaumræðuna í landinu,“ sagði Sigrún. „Á góðum stundum tala og töluðu þessir stjórnmálamenn um nauðsyn þess að gera stjórnmálaumræðu hófstilltari, málefnalegri og opnari. Öllum þeim gildum er kastað fyrir róða til að koma höggi á forseta Íslands.“ Þessi ræða hefði vel getað átt við fyrr á árum, þegar á stóli forseta Íslands sátu einstaklingar sem töldu það ekki hlutverk sitt að blanda sér í pólitísk deilumál og lögðu meira til samstöðu en sundrungar meðal þjóðarinnar. Forsetinn lét pólitíkina í friði og pólitíkin lét forsetann í friði. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur hins vegar blandað sér með afgerandi hætti í pólitísk deilumál. Hann hefur tekið fram fyrir hendurnar á Alþingi með því að synja lögum staðfestingar í þrígang. Í viðtali við Fréttablaðið eftir forsetakosningarnar í fyrra sagði Ólafur Ragnar að í kosningaúrslitunum fælist „sú krafa að forsetinn sé virkur þátttakandi í samræðum þjóðarinnar um hin stærstu mál“. Hann túlkaði úrslitin þannig að þjóðin hefði veitt honum umboð til að láta meira að sér kveða og tala skýrt um umdeild mál á borð við stjórnarskrána og Evrópusambandið. Það má deila um þessa túlkun kosningaúrslitanna en þetta er síðan einmitt það sem forsetinn hefur gert. Hann hefur tjáð sig með afgerandi hætti um bæði þessi stóru mál; um stjórnarskrána í síðasta nýársávarpi sínu og um Evrópusambandið í þingsetningarræðu sinni í sumar. Eins og ýmsir urðu til að benda á eftir forsetakosningarnar getur forsetinn ekki búizt við að vera virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðunni án þess að honum sé svarað og málflutningur hans og framganga gagnrýnd. Þá gildir einu hvort fólki finnst að hann fari út fyrir stjórnskipulegt hlutverk sitt með málflutningi sínum eða ekki. Hann setur fram rök fyrir máli sínu og þá hljóta þeir sem eru á öndverðum meiði að svara – vonandi líka með vönduðum rökum. Málefnaleg stjórnmálaumræða getur að minnsta kosti alls ekki átt að fara þannig fram að áhrifamikill talsmaður eins sjónarmiðs tali og kveði fast að skoðunum sínum, en talsmenn öndverðra sjónarmiða þegi bara þunnu hljóði af því að þeir beri svo mikla virðingu fyrir andstæðingnum, stöðu hans vegna. Gagnrýni og skoðanaskipti eru nú einu sinni alveg bráðnauðsynlegur hluti af stjórnmálaumræðunni. Sennilega er algjör óþarfi að þingflokksformaður Framsóknarflokksins komi forseta Íslands til varnar. Hann er gamalreyndur í stjórnmálunum. Hann veit vel að sá sem blandar sér í pólitískar deilur verður að þola andmæli og gagnrýni. Í því felst engin aðför.