Of þungri vél brotlent við sumarhús Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2013 07:00 "Flugvélin rann eftir hryggnum, kastaðist yfir veg og hafnaði loks á grasbala við sumarbústað, um 70 metrum frá þeim stað þar sem hún kom fyrst niður,“ segir rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mynd/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira