Of þungri vél brotlent við sumarhús Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2013 07:00 "Flugvélin rann eftir hryggnum, kastaðist yfir veg og hafnaði loks á grasbala við sumarbústað, um 70 metrum frá þeim stað þar sem hún kom fyrst niður,“ segir rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mynd/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira