Safarík frásögn af átakatímum Höskuldur Kári Schram skrifar 22. nóvember 2013 10:00 Ár drekans eftir Össur skarphéðinsson Bækur: Ár drekans Össur Skarphéðinsson Sögur útgáfa Þegar Össur Skarphéðinsson var hvað duglegastur að blogga á sínum tíma vöktu greinar hans oftar en ekki mikla athygli. Þetta voru hárbeittir og listilega skrifaði pistlar sem tekið var eftir í þjóðfélagsumræðunni. Bók Össurar „Ár drekans“ er því mikill happafengur fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum og íslenskum samtíma. Bókin er í eins konar dagbókarstíl og spannar allt árið 2012. Átök innan ríkisstjórnarinnar, ESB-málið, forsetakosningarnar, landsdómsmálið, hrossakaup í pólitíkinni og innanflokksátök í Samfylkingunni. Sjálfur kýs Össur að kalla þetta afbrigði af pólitískri einsögu og viðurkennir að um einhliða frásögn sé að ræða. Það sem vekur fljótt athygli lesenda er hversu opinskár Össur er í lýsingum þegar kemur að viðkvæmum pólitískum málum. Sum þeirra eru enn í deiglunni. Trúnaðarsamtöl milli manna eru opinberuð og það er auðvelt að ætla að sumir sem koma við sögu í bókinni séu ekki sáttir við þessa bersögli. Fyrir vikið verður bókin dýrmætari fyrir lesendur sem upplifa meiri hreinskilni og þá tilfinningu að hér sé ekki verið að breiða yfir óþægilega hluti. Össur kann svo sannarlega að halda á penna og sumar frásagnir í bókinni eru kostulegar og drepfyndnar þrátt fyrir að fjalla um háalvarlega atburði. Lífsgleðin skín í gegn og finna má fyrir mikilli væntumþykju þegar hann talar um dóttur sína. Landsdómsmálið liggur greinilega þungt á Össuri og sjálfur hefur hann sagt í fjölmiðlum að það mál hafi verið honum afar erfitt. Sumir hafa viljað túlka þessa bók sem tilraun hans til að rétta Sjálfstæðisflokknum sáttarhönd. Einn fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna lýsti því svo í útvarpsviðtali að Össur væri með þessari bók að hefja ákveðið samtal við sjálfstæðismenn og þetta væri bara einn leikur í pólitískri skák. Dagbókarformið er vel til þess fallið að gefa lesendum þá upplifun að þeir séu að gægjast inn í hið sanna líf þess sem skrifar. Það er því kannski engin tilviljun að Össur skuli velja þetta form. Bókin öðlast þannig trúverðugleika í huga lesenda en á móti brýtur þetta form upp flæði frásagnar og hægir á henni. Síðasta kjörtímabil fer vafalaust í sögubækurnar sem eitt það átakamesta í íslenskri stjórnmálasögu. Baráttan við hrunið, átök ríkisstjórnar við forseta sem tvisvar vísaði Icesave til þjóðarinnar og landsdómsmálið standa upp úr en fleira má nefna. Stjórnmálamenn öðrum fremur eru uppteknir af því hvernig Sagan muni á endanum dæma þá. Að vissu leyti verður að lesa bók Össurar með þetta í huga því þegar upp er staðið felur dagbókin ekki endilega í sér sannleikann um þann sem skrifar heldur frekar hvernig hann vill að aðrir sjái sig og túlki.Niðurstaða: Listilega skrifuð bók um átakatíma í íslenskri pólitík. Opinská og á köflum drepfyndin. Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Ár drekans Össur Skarphéðinsson Sögur útgáfa Þegar Össur Skarphéðinsson var hvað duglegastur að blogga á sínum tíma vöktu greinar hans oftar en ekki mikla athygli. Þetta voru hárbeittir og listilega skrifaði pistlar sem tekið var eftir í þjóðfélagsumræðunni. Bók Össurar „Ár drekans“ er því mikill happafengur fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum og íslenskum samtíma. Bókin er í eins konar dagbókarstíl og spannar allt árið 2012. Átök innan ríkisstjórnarinnar, ESB-málið, forsetakosningarnar, landsdómsmálið, hrossakaup í pólitíkinni og innanflokksátök í Samfylkingunni. Sjálfur kýs Össur að kalla þetta afbrigði af pólitískri einsögu og viðurkennir að um einhliða frásögn sé að ræða. Það sem vekur fljótt athygli lesenda er hversu opinskár Össur er í lýsingum þegar kemur að viðkvæmum pólitískum málum. Sum þeirra eru enn í deiglunni. Trúnaðarsamtöl milli manna eru opinberuð og það er auðvelt að ætla að sumir sem koma við sögu í bókinni séu ekki sáttir við þessa bersögli. Fyrir vikið verður bókin dýrmætari fyrir lesendur sem upplifa meiri hreinskilni og þá tilfinningu að hér sé ekki verið að breiða yfir óþægilega hluti. Össur kann svo sannarlega að halda á penna og sumar frásagnir í bókinni eru kostulegar og drepfyndnar þrátt fyrir að fjalla um háalvarlega atburði. Lífsgleðin skín í gegn og finna má fyrir mikilli væntumþykju þegar hann talar um dóttur sína. Landsdómsmálið liggur greinilega þungt á Össuri og sjálfur hefur hann sagt í fjölmiðlum að það mál hafi verið honum afar erfitt. Sumir hafa viljað túlka þessa bók sem tilraun hans til að rétta Sjálfstæðisflokknum sáttarhönd. Einn fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna lýsti því svo í útvarpsviðtali að Össur væri með þessari bók að hefja ákveðið samtal við sjálfstæðismenn og þetta væri bara einn leikur í pólitískri skák. Dagbókarformið er vel til þess fallið að gefa lesendum þá upplifun að þeir séu að gægjast inn í hið sanna líf þess sem skrifar. Það er því kannski engin tilviljun að Össur skuli velja þetta form. Bókin öðlast þannig trúverðugleika í huga lesenda en á móti brýtur þetta form upp flæði frásagnar og hægir á henni. Síðasta kjörtímabil fer vafalaust í sögubækurnar sem eitt það átakamesta í íslenskri stjórnmálasögu. Baráttan við hrunið, átök ríkisstjórnar við forseta sem tvisvar vísaði Icesave til þjóðarinnar og landsdómsmálið standa upp úr en fleira má nefna. Stjórnmálamenn öðrum fremur eru uppteknir af því hvernig Sagan muni á endanum dæma þá. Að vissu leyti verður að lesa bók Össurar með þetta í huga því þegar upp er staðið felur dagbókin ekki endilega í sér sannleikann um þann sem skrifar heldur frekar hvernig hann vill að aðrir sjái sig og túlki.Niðurstaða: Listilega skrifuð bók um átakatíma í íslenskri pólitík. Opinská og á köflum drepfyndin.
Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira