Whovians keyptu upp miða á tveimur tímum Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. nóvember 2013 09:00 Gunnella Þorgeirsdóttir, þjóðfræðingur, er mikill aðdáandi Dr. Who þáttanna og hyggst mæta í búning í Bíó Paradís í kvöld. Hún segir mikla leynd ríkja yfir efni þáttarins. Aðsend MYND/Elena Þorbjörg Bjarnadóttir „Þetta er fimmtíu ára sýningarafmæli hinnar frægu þáttaseríu Dr. Who,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur, einn af mörgum aðdáendum þáttanna á Íslandi, en Bíó Paradís heldur sýningarafmælið hátíðlegt í kvöld klukkan 22:30. Sýningin er jafnframt fyrsta þrívíddarsýning kvikmyndahússins. Milljónir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who víða um heiminn meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi, en þátturinn er sýndur sama kvöld á yfir 1000 stöðum í heiminum. Uppselt var á sýninguna á Íslandi á einungis tveimur tímum. „Við köllum okkur Whovians og er um afa fjölmennan hóp að ræða. Meðal frægra Whovians eru Bob Dylan og Douglas Adams,“ segir Gunnella jafnframt. „Þáttaröðin hefur lifað síðan 1963 og í rauninni merkilegt hvað hún hefur ílengst. Hún hefur þó tekið einhverjar pásur en var endurglædd 2006 og flestir af nýja skólanum, eru að aðhyllast nýju seríurnar frekar en gömlu. Ég hef heyrt að stór hluti af æskuminningum Breta sé að fela sig bakvið sófann þegar þættirnir voru í gangi,“ segir hún. Þættirnir hafa notið stöðugt vaxandi fylgis síðan 2006. „Áhangendur sem kalla sig whovians hefur farið fjölgandi um allan heim og eru á öllum aldri, þar að auki á Íslandi – sem er sérstakt að því leytinu til að þættirnar hafa aldrei verið sýndir hér á landi – fólk hefur séð þetta í útlöndum eða á netinu og fundið samkennd með doktornum,“ útskýrir Gunnella. „Planið er að sanka saman whovians á Íslandi, fá sem flesta í búningum, og horfa á þáttinn saman,“ útskýrir Gunnella. „Það er búið að sýna glefsur úr þættinum nú þegar en það ríkir mikil leynd yfir efni þáttarins og hvernig það kemur til að fleiri en einn verði á sama stað á sömu stundu. Doktorinn er þeirri gáfu gæddur að hann endurholdgast reglulega – og nýr leikari fenginn til þess að leika doktorinn. Í nýjasta þættinum verða allavega þrír doktorar sem birtast,“ útskýrir hún. Sökum eftirspurnar verða aukasýningar á þættinum daglega fram til mánaðarmóta. Einnig hefur sérstakt kassmerki verið búið til fyrir sýninguna sem er #SaveTheDay. Stiklu úr þættinum er hægt að sjá hér að neðan. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta er fimmtíu ára sýningarafmæli hinnar frægu þáttaseríu Dr. Who,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur, einn af mörgum aðdáendum þáttanna á Íslandi, en Bíó Paradís heldur sýningarafmælið hátíðlegt í kvöld klukkan 22:30. Sýningin er jafnframt fyrsta þrívíddarsýning kvikmyndahússins. Milljónir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who víða um heiminn meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi, en þátturinn er sýndur sama kvöld á yfir 1000 stöðum í heiminum. Uppselt var á sýninguna á Íslandi á einungis tveimur tímum. „Við köllum okkur Whovians og er um afa fjölmennan hóp að ræða. Meðal frægra Whovians eru Bob Dylan og Douglas Adams,“ segir Gunnella jafnframt. „Þáttaröðin hefur lifað síðan 1963 og í rauninni merkilegt hvað hún hefur ílengst. Hún hefur þó tekið einhverjar pásur en var endurglædd 2006 og flestir af nýja skólanum, eru að aðhyllast nýju seríurnar frekar en gömlu. Ég hef heyrt að stór hluti af æskuminningum Breta sé að fela sig bakvið sófann þegar þættirnir voru í gangi,“ segir hún. Þættirnir hafa notið stöðugt vaxandi fylgis síðan 2006. „Áhangendur sem kalla sig whovians hefur farið fjölgandi um allan heim og eru á öllum aldri, þar að auki á Íslandi – sem er sérstakt að því leytinu til að þættirnar hafa aldrei verið sýndir hér á landi – fólk hefur séð þetta í útlöndum eða á netinu og fundið samkennd með doktornum,“ útskýrir Gunnella. „Planið er að sanka saman whovians á Íslandi, fá sem flesta í búningum, og horfa á þáttinn saman,“ útskýrir Gunnella. „Það er búið að sýna glefsur úr þættinum nú þegar en það ríkir mikil leynd yfir efni þáttarins og hvernig það kemur til að fleiri en einn verði á sama stað á sömu stundu. Doktorinn er þeirri gáfu gæddur að hann endurholdgast reglulega – og nýr leikari fenginn til þess að leika doktorinn. Í nýjasta þættinum verða allavega þrír doktorar sem birtast,“ útskýrir hún. Sökum eftirspurnar verða aukasýningar á þættinum daglega fram til mánaðarmóta. Einnig hefur sérstakt kassmerki verið búið til fyrir sýninguna sem er #SaveTheDay. Stiklu úr þættinum er hægt að sjá hér að neðan.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira