Táknin notuð til að skreyta múmíur 28. nóvember 2013 09:17 Helga Gvuðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason skipa saman hönnunarteymið Orri Finn. Þau kynna nýja skartgripalínu á Loftinu í kvöld. Fréttablaðið/Valli „Í nýju skartgripalínunni Scarab er sóttur innblástur til skordýra,“ segir Helga Gvuðrún Friðriksdóttir, sem kynnir nýja skartgripalínu á Loftinu í Austurstræti í kvöld klukkan hálf níu, ásamt Orra Finnbogasyni. Saman skipa þau hönnunarteymið Orri Finn. Þau Helga og Orri halda áfram að vinna með tákn, líkt og þau gerðu með síðustu línu sinni, Akkeri. „Þetta tákn er forn-egypskt. Við erum að líkja eftir bjöllu af ýflaætt [scarab] en það eru bjöllur sem lifa í heitari löndum og í eins konar sandhólum. Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllunum og töldu þær heilagar, aðallega vegna þess að þær sýndu af sér hegðun sem var hliðstæð hegðun sólguðsins,“ útskýrir Helga. „Sólguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn á hverjum morgni og þessi bjalla ýtti moldarkúlu á undan sér. Inni í kúlunni var að finna matarforða dýranna og svo fylltu bjöllurnar hana af eggjum og afkvæmi þeirra skriðu svo út úr henni,“ heldur Helga áfram. „Þannig að táknið nær yfir hringrásina, endurfæðingu og umbreytingu.“ Orra og Helgu fannst heillandi að heiðra þessi tákn á sama hátt og Egyptarnir gerðu. „Okkur finnst líka svo skemmtilegt að þetta form, og þessi bjalla, var verndargripur. Formið var skorið út í steina og svo jafnvel grafið með faraóum og múmíur skreyttar með þessu,“ segir Helga.heilög tákn Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllum af ýflakyni og töldu þær heilagar.Fréttablaðið/ValliHelga hefur lengi heillast af verndargripnum. „Ég fékk svona stein að gjöf þegar ég var barn. Ég gekk alltaf með hann og var eiginlega með hann á heilanum,“ segir Helga létt í bragði. Sýningin í kvöld verður í formi hefðbundinnar tískusýningar, þar sem koma fram tíu atvinnufyrirsætur, fimm af hvoru kyni. „Við leggjum áherslu á að skartgripirnir okkar eru fyrir bæði kynin,“ segir Helga, en tónlistarmaðurinn Biggi Bix fer með tónlistarstjórn á sýningunni. „Hann er búinn að semja eins konar skordýrahljóðverk sem verður flutt meðan á sýningunni stendur,“ bætir Helga við. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
„Í nýju skartgripalínunni Scarab er sóttur innblástur til skordýra,“ segir Helga Gvuðrún Friðriksdóttir, sem kynnir nýja skartgripalínu á Loftinu í Austurstræti í kvöld klukkan hálf níu, ásamt Orra Finnbogasyni. Saman skipa þau hönnunarteymið Orri Finn. Þau Helga og Orri halda áfram að vinna með tákn, líkt og þau gerðu með síðustu línu sinni, Akkeri. „Þetta tákn er forn-egypskt. Við erum að líkja eftir bjöllu af ýflaætt [scarab] en það eru bjöllur sem lifa í heitari löndum og í eins konar sandhólum. Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllunum og töldu þær heilagar, aðallega vegna þess að þær sýndu af sér hegðun sem var hliðstæð hegðun sólguðsins,“ útskýrir Helga. „Sólguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn á hverjum morgni og þessi bjalla ýtti moldarkúlu á undan sér. Inni í kúlunni var að finna matarforða dýranna og svo fylltu bjöllurnar hana af eggjum og afkvæmi þeirra skriðu svo út úr henni,“ heldur Helga áfram. „Þannig að táknið nær yfir hringrásina, endurfæðingu og umbreytingu.“ Orra og Helgu fannst heillandi að heiðra þessi tákn á sama hátt og Egyptarnir gerðu. „Okkur finnst líka svo skemmtilegt að þetta form, og þessi bjalla, var verndargripur. Formið var skorið út í steina og svo jafnvel grafið með faraóum og múmíur skreyttar með þessu,“ segir Helga.heilög tákn Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllum af ýflakyni og töldu þær heilagar.Fréttablaðið/ValliHelga hefur lengi heillast af verndargripnum. „Ég fékk svona stein að gjöf þegar ég var barn. Ég gekk alltaf með hann og var eiginlega með hann á heilanum,“ segir Helga létt í bragði. Sýningin í kvöld verður í formi hefðbundinnar tískusýningar, þar sem koma fram tíu atvinnufyrirsætur, fimm af hvoru kyni. „Við leggjum áherslu á að skartgripirnir okkar eru fyrir bæði kynin,“ segir Helga, en tónlistarmaðurinn Biggi Bix fer með tónlistarstjórn á sýningunni. „Hann er búinn að semja eins konar skordýrahljóðverk sem verður flutt meðan á sýningunni stendur,“ bætir Helga við.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira