Magnea Einarsdóttir var í fornámi í hönnun og myndlist í Myndlistarskólanum en sótti á erlendar slóðir. Hún fór til Parísar og lærði í Parsons í eitt ár og útskrifaðist sem fatahönnuður í fyrra frá Central Saint Martins í London. „Ég sérhæfði mig í prjóni og þegar ég sótti um í Saint Martins var mér boðið að sérhæfa mig og mér leist mjög vel á það,“ segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður. „Línan sem ég var að gera núna er beint framhald af útskriftarlínunni minni en hún verður seld í dömudeildinni í JÖR í desember.“
