Home Alone fjallar um drenginn Kevin, sem leikinn er af Macaulay Culkin, sem er skilinn eftir einn heima af fjölskyldu sinni fyrir mistök. Tveir óprúttnir bófar, sem túlkaðir eru af Joe Pesci og Daniel Stern, sjá sér leik á borði og reyna að brjótast inn á heimili Kevins sem kallar ekki allt ömmu sína.

Miði á hvora mynd kostar 800 krónur en hægt er að fá miða á báðar myndirnar saman á 1.000 krónur. Þá bjóða kvikmyndahúsin upp á sérstakt fjölskyldutilboð – miðann á 500 krónur ef keyptir eru fjórir miðar eða fleiri.