Kæri rúnkari Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Nú eru nákvæmlega 15 dagar síðan við hittumst á Vesturgötunni. Ég var á leiðinni heim eftir uppistand en þú að bíða eftir heppilegu fórnarlambi. Ég veit ekki hversu lengi þú varst búinn að bíða þarna í myrkrinu; það var náttúrulega enginn annar á sveimi vestur í bæ svona rétt eftir miðnætti. Það kom mér töluvert á óvart þegar ég nálgaðist Mercedes Benz-bifreið þína að þú kveiktir ljósin inni í henni. En ég skildi pælinguna þegar ég gekk fram hjá. Þú varst reyndar ekkert í líkingu við það sem ég hafði ímyndað mér. Ég hef alltaf séð fyrir mér gamla einmana karla, nakta undir síðum „Inspector Clouseau“-rykfrökkum, en ekki svona ungan mann með starandi augnaráð. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Þú sast þarna inni, gónandi á mig og fróaðir þér af miklum móð. Þetta fór ekkert fram hjá mér; það var algjör óþarfi að reisa mjaðmirnar upp. Ástæðan fyrir þessari orðsendingu til þín er að mig grunar að þér finnist þetta afskaplega saklaus hegðun; eftir allt saman varstu bara inni í bílnum þínum og beittir engan beinu ofbeldi. Þannig leið mér líka fyrst, mér fannst þú hlægilegur og vorkenndi þér. En síðan fóru að renna á mig tvær grímur; hvað ef þessi aumkunarverða sýning er ekki nóg fyrir þig? Hvað gerir þú næst? Er mér óhætt að halda áfram að labba ein heim? Eða var það kannski aldrei í lagi? Þarna hætti ég að hlæja. Því þessi hegðun þín – sama hversu saklaus þér finnst hún – ógnaði mér. Þú náðir að hrifsa mig inn í þetta óöryggi og ótta sem svo margar kynsystur mínar hafa talað um en ég hef aldrei almennilega skilið – fyrr en núna. Við eigum allar á hættu að menn eins og þú – eða verri – leggi í göturnar okkar. Það hreyfði við mér. Ég fletti upp bílnúmerinu þínu, hringdi í lögregluna og gaf þeim upp allar upplýsingar um þig. Þeir sögðust ætla að skoða málið; þeir vita af þér. Ég vona því að þú hugsir þig tvisvar um áður en þú ferð aftur í miðnæturbíltúr í Vesturbænum. Og ógnar fleiri konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun
Nú eru nákvæmlega 15 dagar síðan við hittumst á Vesturgötunni. Ég var á leiðinni heim eftir uppistand en þú að bíða eftir heppilegu fórnarlambi. Ég veit ekki hversu lengi þú varst búinn að bíða þarna í myrkrinu; það var náttúrulega enginn annar á sveimi vestur í bæ svona rétt eftir miðnætti. Það kom mér töluvert á óvart þegar ég nálgaðist Mercedes Benz-bifreið þína að þú kveiktir ljósin inni í henni. En ég skildi pælinguna þegar ég gekk fram hjá. Þú varst reyndar ekkert í líkingu við það sem ég hafði ímyndað mér. Ég hef alltaf séð fyrir mér gamla einmana karla, nakta undir síðum „Inspector Clouseau“-rykfrökkum, en ekki svona ungan mann með starandi augnaráð. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Þú sast þarna inni, gónandi á mig og fróaðir þér af miklum móð. Þetta fór ekkert fram hjá mér; það var algjör óþarfi að reisa mjaðmirnar upp. Ástæðan fyrir þessari orðsendingu til þín er að mig grunar að þér finnist þetta afskaplega saklaus hegðun; eftir allt saman varstu bara inni í bílnum þínum og beittir engan beinu ofbeldi. Þannig leið mér líka fyrst, mér fannst þú hlægilegur og vorkenndi þér. En síðan fóru að renna á mig tvær grímur; hvað ef þessi aumkunarverða sýning er ekki nóg fyrir þig? Hvað gerir þú næst? Er mér óhætt að halda áfram að labba ein heim? Eða var það kannski aldrei í lagi? Þarna hætti ég að hlæja. Því þessi hegðun þín – sama hversu saklaus þér finnst hún – ógnaði mér. Þú náðir að hrifsa mig inn í þetta óöryggi og ótta sem svo margar kynsystur mínar hafa talað um en ég hef aldrei almennilega skilið – fyrr en núna. Við eigum allar á hættu að menn eins og þú – eða verri – leggi í göturnar okkar. Það hreyfði við mér. Ég fletti upp bílnúmerinu þínu, hringdi í lögregluna og gaf þeim upp allar upplýsingar um þig. Þeir sögðust ætla að skoða málið; þeir vita af þér. Ég vona því að þú hugsir þig tvisvar um áður en þú ferð aftur í miðnæturbíltúr í Vesturbænum. Og ógnar fleiri konum.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun