Meira en bara vampýrusaga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. desember 2013 11:00 Þorsteinn Mar segir enga af öllum þeim bíómyndum sem gerðar hafa verið um Drakúla komast í hálfkvisti við söguna sjálfa. Fréttablaðið/Valli Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“ Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira