Verður hjá þjálfaranum um jólin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2013 07:00 Norðlendingurinn verður hjá þjálfara sínum um jólin. Aðsend mynd „Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“ Íþróttir Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sjá meira
„Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“
Íþróttir Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sjá meira