Sjötíu ár í vinnslu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 09:20 Frozen hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Teiknimyndin Frozen frá Walt Disney verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn. Hún er að hluta til byggð á ævintýrinu Snædrottningunni eftir Hans Christian Andersen og fjallar í grunninn um baráttuna milli góðs og ills. Aðalpersónurnar eru ungur maður og kona, Anna og Kristján, sem leggja upp í ævintýri til að finna systur Önnu, snædrottninguna Elsu, sem er bundin þeim álögum að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hugmyndin að Frozen kviknaði í raun fyrst árið 1943. Þá íhuguðu Walt Disney og Samuel Goldwyn að vinna saman að mynd um Hans Christian Andersen sem myndi innihalda stuttar teiknimyndir byggðar á sögum hans, þar á meðal mynd um Snædrottninguna. Walt og teiknarar hans lentu hins vegar í vandræðum því að þeir fundu ekki leið til að útfæra ævintýrið. Þetta, ásamt öðru, leiddi til þess að hætt var við verkefnið. Walt Disney Feature Animation byrjaði aftur á útfærslu af Snædrottningunni seint á tíunda áratugnum eftir velgengni flestra teiknimynda fyrirtækisins. Hins vegar var hætt við verkefnið seint á árinu 2002. Margir reyndu að blása lífi í ævintýrið en Michael Eisner, þá forstjóri og stjórnarformaður hjá Walt Disney, bauð fram stuðning sinn og stakk upp á að verkefnið yrði unnið með John Lasseter hjá Pixar Animation Studios. Verkefnið var tekið upp aftur árið 2008 en gekk þá undir nafninu Anna and the Snow Queen en aftur var Snædrottningin blásin af árið 2010 þegar aðstandendurnir gátu með engu móti útfært persónu drottningarinnar. Eftir að teiknimyndin Tangled sló í gegn árið 2010 tilkynnti Disney nýjan titil á Snædrottningunni. Hún skyldi heita Frozen og yrði frumsýnd 27. nóvember árið 2013. Þetta var tilkynnt í desember árið 2011 og mánuði seinna var staðfest að myndin yrði tölvugerð í stereóskópískri þrívídd en ekki handteiknuð eins og hugmyndin hafði verið. Í mars í fyrra kom svo í ljós að Chris Buck, sem leikstýrði Tarzan og Surf‘s Up, myndi leikstýra og John Lasseter og Peter Del Vecho settust í framleiðandasætið. Sem betur fer náði verkefnið loksins að verða að veruleika því myndin hefur farið sigurför um heiminn og hafa gagnrýnendur líkt henni við goðsagnakenndar teiknimyndir á borð við The Little Mermaid, Beauty and the Beast og The Lion King. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Teiknimyndin Frozen frá Walt Disney verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn. Hún er að hluta til byggð á ævintýrinu Snædrottningunni eftir Hans Christian Andersen og fjallar í grunninn um baráttuna milli góðs og ills. Aðalpersónurnar eru ungur maður og kona, Anna og Kristján, sem leggja upp í ævintýri til að finna systur Önnu, snædrottninguna Elsu, sem er bundin þeim álögum að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hugmyndin að Frozen kviknaði í raun fyrst árið 1943. Þá íhuguðu Walt Disney og Samuel Goldwyn að vinna saman að mynd um Hans Christian Andersen sem myndi innihalda stuttar teiknimyndir byggðar á sögum hans, þar á meðal mynd um Snædrottninguna. Walt og teiknarar hans lentu hins vegar í vandræðum því að þeir fundu ekki leið til að útfæra ævintýrið. Þetta, ásamt öðru, leiddi til þess að hætt var við verkefnið. Walt Disney Feature Animation byrjaði aftur á útfærslu af Snædrottningunni seint á tíunda áratugnum eftir velgengni flestra teiknimynda fyrirtækisins. Hins vegar var hætt við verkefnið seint á árinu 2002. Margir reyndu að blása lífi í ævintýrið en Michael Eisner, þá forstjóri og stjórnarformaður hjá Walt Disney, bauð fram stuðning sinn og stakk upp á að verkefnið yrði unnið með John Lasseter hjá Pixar Animation Studios. Verkefnið var tekið upp aftur árið 2008 en gekk þá undir nafninu Anna and the Snow Queen en aftur var Snædrottningin blásin af árið 2010 þegar aðstandendurnir gátu með engu móti útfært persónu drottningarinnar. Eftir að teiknimyndin Tangled sló í gegn árið 2010 tilkynnti Disney nýjan titil á Snædrottningunni. Hún skyldi heita Frozen og yrði frumsýnd 27. nóvember árið 2013. Þetta var tilkynnt í desember árið 2011 og mánuði seinna var staðfest að myndin yrði tölvugerð í stereóskópískri þrívídd en ekki handteiknuð eins og hugmyndin hafði verið. Í mars í fyrra kom svo í ljós að Chris Buck, sem leikstýrði Tarzan og Surf‘s Up, myndi leikstýra og John Lasseter og Peter Del Vecho settust í framleiðandasætið. Sem betur fer náði verkefnið loksins að verða að veruleika því myndin hefur farið sigurför um heiminn og hafa gagnrýnendur líkt henni við goðsagnakenndar teiknimyndir á borð við The Little Mermaid, Beauty and the Beast og The Lion King.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira