Mestar vonir bundnar við Eygló á Jótlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eygló á Íslandsmótinu í 25 metra laug í síðasta mánuði. fréttablaðið/valli Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“ Íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“
Íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira