Mestar vonir bundnar við Eygló á Jótlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eygló á Íslandsmótinu í 25 metra laug í síðasta mánuði. fréttablaðið/valli Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“ Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sjá meira
Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“
Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sjá meira