Útvarpsstjóri kvaddur Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Útvarpsstjóri, Páll Magnússon, brást við með sama hætti og forstöðumenn ríkisstofnana eiga að bregðast við þegar fjárveitingar eru lækkaðar. Hann dró saman seglin, sagði upp starfsmönnum og ákvað að hætta áður áformuðum útgjaldatilefnum. Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki. Dagskrárefni þar sem vonir eru einna helst bundnar við að íslenska dagskráin vinni ekki þar sem vinningur yrði þjóðinni allt of kostnaðarsamur. Nú, eða að dýr þáttur um stjórnandann sjálfan – hann að éta stærsta hamborgara sögunnar eða hann að keyra stærsta flutningabíl vestanhafs eða hann undir stýri á risavöxnum vinnuvélum við akuryrkju á sléttum Kanada – væri látinn víkja; ekki síst þar sem önnur aðalpersóna þáttanna, hundur þáttastjórnandans, var ekki lengur „aktívur“. Sjálfsagt eru fjölmargir landsmenn afskaplega hrifnir af því dagskrárefni, þó ég sé það ekki og því gagnrýni ég ekki útvarpsstjórann þó hann láti það ekki víkja.Slíka ber að reka Þeir sem gagnrýnt hafa útvarpsstjórann eru oft sömu einstaklingar og gagnrýnt hafa ríkisforstjóra hvað ákafast fyrir að virða að vettugi ákvarðanir fjárveitingavaldsins um niðurskurð í úthlutun rekstrarfjármuna. Þeir hinir sömu krefjast þess á bloggsíðum, að slíkir ríkisforstjórar verði reknir! Nú kröfðust sömu einstaklingar í bloggheimum þess, að ríkisforstjóri RUV yrði rekinn fyrir að framfylgja ákvörðunum fjárveitingavaldsins um rekstrarútgjöld þeirrar stofnunar, sem forstjórinn stýrir. Fjárveitingavaldið – Alþingi Íslendinga – tekur ákvörðun um hvaða fjármunum á að verja til reksturs ríkisstofnana. Forstöðumönnum þeirra er skylt að framfylgja slíkum ákvörðunum. Þeim ber því skylda til þess að segja upp því starfsfólki og leggja af þá útgjaldaliði, sem ekki er fjárveiting fyrir. Deila má um hvort segja eigi upp Jóni eða Pétri eða hvort eigi að hætta við Evróvisjón eða næturfréttatíma, en eftir stendur að ríkisforstjórinn ber ábyrgð á því að fyrirmælum fjárveitingavaldsins sé hlýtt. Geri ríkisforstjóri það ekki er þess nú krafist að hann sé rekinn! Ég þurfti sem forstöðumaður ríkisstofnunar að draga saman útgjöld minnar stofnunar um 50% milli ára. Því fylgdi að segja þurfti upp u.þ.b. helmingi starfsfólks og ganga gegn fyrirheitum, sem stofnunin hafði gefið fátæku fólki. Sú var ákvörðun fjárveitingavaldsins. Henni bar mér skylda til þess að hlíta. Sama máli gegnir um útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Útvarpsstjóri, Páll Magnússon, brást við með sama hætti og forstöðumenn ríkisstofnana eiga að bregðast við þegar fjárveitingar eru lækkaðar. Hann dró saman seglin, sagði upp starfsmönnum og ákvað að hætta áður áformuðum útgjaldatilefnum. Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki. Dagskrárefni þar sem vonir eru einna helst bundnar við að íslenska dagskráin vinni ekki þar sem vinningur yrði þjóðinni allt of kostnaðarsamur. Nú, eða að dýr þáttur um stjórnandann sjálfan – hann að éta stærsta hamborgara sögunnar eða hann að keyra stærsta flutningabíl vestanhafs eða hann undir stýri á risavöxnum vinnuvélum við akuryrkju á sléttum Kanada – væri látinn víkja; ekki síst þar sem önnur aðalpersóna þáttanna, hundur þáttastjórnandans, var ekki lengur „aktívur“. Sjálfsagt eru fjölmargir landsmenn afskaplega hrifnir af því dagskrárefni, þó ég sé það ekki og því gagnrýni ég ekki útvarpsstjórann þó hann láti það ekki víkja.Slíka ber að reka Þeir sem gagnrýnt hafa útvarpsstjórann eru oft sömu einstaklingar og gagnrýnt hafa ríkisforstjóra hvað ákafast fyrir að virða að vettugi ákvarðanir fjárveitingavaldsins um niðurskurð í úthlutun rekstrarfjármuna. Þeir hinir sömu krefjast þess á bloggsíðum, að slíkir ríkisforstjórar verði reknir! Nú kröfðust sömu einstaklingar í bloggheimum þess, að ríkisforstjóri RUV yrði rekinn fyrir að framfylgja ákvörðunum fjárveitingavaldsins um rekstrarútgjöld þeirrar stofnunar, sem forstjórinn stýrir. Fjárveitingavaldið – Alþingi Íslendinga – tekur ákvörðun um hvaða fjármunum á að verja til reksturs ríkisstofnana. Forstöðumönnum þeirra er skylt að framfylgja slíkum ákvörðunum. Þeim ber því skylda til þess að segja upp því starfsfólki og leggja af þá útgjaldaliði, sem ekki er fjárveiting fyrir. Deila má um hvort segja eigi upp Jóni eða Pétri eða hvort eigi að hætta við Evróvisjón eða næturfréttatíma, en eftir stendur að ríkisforstjórinn ber ábyrgð á því að fyrirmælum fjárveitingavaldsins sé hlýtt. Geri ríkisforstjóri það ekki er þess nú krafist að hann sé rekinn! Ég þurfti sem forstöðumaður ríkisstofnunar að draga saman útgjöld minnar stofnunar um 50% milli ára. Því fylgdi að segja þurfti upp u.þ.b. helmingi starfsfólks og ganga gegn fyrirheitum, sem stofnunin hafði gefið fátæku fólki. Sú var ákvörðun fjárveitingavaldsins. Henni bar mér skylda til þess að hlíta. Sama máli gegnir um útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt!
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun