Myndin sem breytir markaðssetningu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 09:00 Kvikmyndin Anchorman 2: The Legend Continues er frumsýnd hér á landi á föstudag en hún er framhald myndarinnar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem gerði allt vitlaust þegar hún var frumsýnd sumarið 2004. Will Ferrell leikur fréttahaukinn Ron Burgundy eins og í fyrri myndinni og hefur karakterinn verið mjög áberandi á hinum ýmsu miðlum í aðdraganda frumsýningarinnar. Ron hefur leikið í auglýsingum fyrir bíla hjá Dodge og lesið fréttir á alvöru fréttastofu svo fá dæmi séu tekin. Markaðsgúrúar vestan hafs halda því fram að kynningarherferð fyrir Anchorman 2 muni líklega breyta því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar í framtíðinni. Will Ferrell er ekki sammála eins og kemur fram í viðtali við hann í Hollywood Reporter. „Þetta var blanda af því að þeir hjá Paramount voru spenntir fyrir því að gera alls konar nýja hluti á Internetinu og við fengum frábært tækifæri hjá Dodge. Ég var viljugur til að gera ýmislegt í karakter. Ég elska fréttirnar sem segja að þessi herferð breyti því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar en ég held að leikarar verði ekki jafn viljugir og ég til að vera í karakter. Ég held að þeim líði ekki vel með það.“ Paramount einbeitti sér líka að markaðssetningu erlendis því þó fyrsta myndin um Ron hafi skilað 85 milljónum dollara, tæplega tíu milljörðum króna, í kassann þá þénaði hún aðeins fimm milljónir dollara, tæplega sex hundruð milljónir króna, utan Bandaríkjanna.Í nýju myndinni er Ron boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem er jafnframt fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólarhring. Ron ákveður að þekkjast boðið og heldur til New York með veðurfræðingnum einfalda Brick, söguskoðaranum Brian og íþróttafréttamanninum Champ Kid. Eiginkona Ron, Veronica Corningstone, er að sjálfsögðu ekki langt undan. Með aðalhlutverk sem fyrr fara Will Ferrell, Steve Carell, David Koechner, Paul Rudd og Christina Applegate. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Anchorman 2: The Legend Continues er frumsýnd hér á landi á föstudag en hún er framhald myndarinnar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem gerði allt vitlaust þegar hún var frumsýnd sumarið 2004. Will Ferrell leikur fréttahaukinn Ron Burgundy eins og í fyrri myndinni og hefur karakterinn verið mjög áberandi á hinum ýmsu miðlum í aðdraganda frumsýningarinnar. Ron hefur leikið í auglýsingum fyrir bíla hjá Dodge og lesið fréttir á alvöru fréttastofu svo fá dæmi séu tekin. Markaðsgúrúar vestan hafs halda því fram að kynningarherferð fyrir Anchorman 2 muni líklega breyta því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar í framtíðinni. Will Ferrell er ekki sammála eins og kemur fram í viðtali við hann í Hollywood Reporter. „Þetta var blanda af því að þeir hjá Paramount voru spenntir fyrir því að gera alls konar nýja hluti á Internetinu og við fengum frábært tækifæri hjá Dodge. Ég var viljugur til að gera ýmislegt í karakter. Ég elska fréttirnar sem segja að þessi herferð breyti því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar en ég held að leikarar verði ekki jafn viljugir og ég til að vera í karakter. Ég held að þeim líði ekki vel með það.“ Paramount einbeitti sér líka að markaðssetningu erlendis því þó fyrsta myndin um Ron hafi skilað 85 milljónum dollara, tæplega tíu milljörðum króna, í kassann þá þénaði hún aðeins fimm milljónir dollara, tæplega sex hundruð milljónir króna, utan Bandaríkjanna.Í nýju myndinni er Ron boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem er jafnframt fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólarhring. Ron ákveður að þekkjast boðið og heldur til New York með veðurfræðingnum einfalda Brick, söguskoðaranum Brian og íþróttafréttamanninum Champ Kid. Eiginkona Ron, Veronica Corningstone, er að sjálfsögðu ekki langt undan. Með aðalhlutverk sem fyrr fara Will Ferrell, Steve Carell, David Koechner, Paul Rudd og Christina Applegate.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira