Öflugt íþróttaár 2013 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. desember 2013 07:00 Karlalandsliðið í knattspyrnu vann hug og hjörtu landsmanna á árinu. fréttablaðið/vilhelm Íslenskt íþróttafólk bauð íslensku þjóðinni upp á litríkt, skemmtilegt og sögulegt íþróttaár og Fréttablaðið rifjar upp mörg þau helstu í blaðinu í dag. Knattspyrnulandsliðin okkar hafa aldrei gert betur, við eigum vonarstjörnu evrópskra frjálsíþrótta, heimsmeistara í spjótkasti fatlaðra, tvöfaldan heimsmeistara í hestaíþróttum, Evrópumeistara í kraftlyftingum og fullt af meisturum út um alla Evrópu. Það er því hægt að mæla með því að íslenska þjóðin nýti tækifærið og skáli fyrir okkar glæsilega íþróttafólki um áramótin. Fullt af íslensku íþróttafólki var að brjóta niður múra á árinu og ná lengra en íslenskt íþróttafólk hefur náð áður hvort sem var það að bæta eldgömul Íslandsmet, skora meira en nokkur annar í atvinnumannadeild, spila í úrslitum bestu kvennakörfudeildar Evrópu eða komast í úrslit á EM í sundi. Hápunktar ársins voru vissulega nokkrir. Þetta var árið þegar 17 ára hlaupakona úr ÍR varð heims- og Evrópumeistari unglinga með sex daga millibili í júlí og árið þegar allt þjóðfélagið lifði og hrærðist með íslenska karlalandsliðinu í nóvember þegar það var aðeins hársbreidd frá því að setja heimsmet og tryggja sér sæti á HM í Brasilíu. Þetta var árið þegar íslenska kvennalandsliðið komst í hóp átta bestu knattspyrnuþjóða Evrópu og árið þegar Gerpla sannaði að Ísland verður áfram stórveldi í hópfimleikum þrátt fyrir mikil kynslóðaskipti í íslenska liðinu. Þetta var líka árið sem leiðtogarnir Ólafur Stefánsson og Katrín Jónsdóttir sögðu bless eftir að hafa komið okkar landsliðum lengra en nokkrir aðrir fyrirliðar í sögu þjóðarinnar. Það er erfitt að kveðja en við getum glatt okkur yfir því að fullt af ungu og stórefnilegu íþróttafólki bíður spennt í startblokkunum tilbúið að fylla þjóðina af stolti á næstu árum. Fréttablaðið leit yfir árið og safnaði saman íslenskum íþróttaminningum úr öllum áttum frá árinu 2013.Janúar Aron Pálmarsson gaf flestar stoðsendingar af öllum leikmönnum á HM í handbolta á Spáni þrátt fyrir að íslenska landsliðið dytti út strax í sextán liða úrslitum. Ísland endaði í tólfta sæti.Aníta fór á kostum.nordicphotos/gettyFebrúar Aníta Hinriksdóttir setti Íslandsmet fjórar helgar í röð, fyrstu þrjár helgarnar í 800 (2) og 1.500 metra hlaupum (1) en á þeirri síðustu hjálpaði hún kvennasveit ÍR að setja Íslandsmet í boðhlaupi. Teitur Örlygsson gerði karlalið Stjörnunnar að bikarmeisturum í körfubolta og vann bikarinn í níunda sinn á ferlinum. Keflavík vann bikarinn hjá konunum.Mars Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 endurkomusigri í Slóveníu í undankeppni HM í fótbolta í Brasilíu, fyrra markið með mögnuðu skoti beint úr aukaspyrnu. Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angeles Kosice komust alla leið á úrslitahelgi Euroleague, ígildi Meistaradeildar Evrópu í körfubolta kvenna, þar sem liðið endaði að lokum í fjórða sæti. Helena vann þrjá stóra titla með Good Angeles á tímabilinu. Guðmundur E. Stephensen varð Íslandsmeistari í borðtennis tuttugasta árið í röð. Karlalið ÍR og kvennalið Vals urðu bikarmeistarar í handboltanum og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og félagar hennar í Valsliðinu unnu þar með stóran titil fjórða árið í röð.Apríl Norma Dögg Róbertsdóttir náði besta árangri íslenskra fimleikastúlkna á stórmóti þegar hún var varamaður inn í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Moskvu. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 22 mörk í tveimur sigurleikjum á Slóvenum þar sem íslenska liðið svo gott sem tryggði sér sæti á EM í handbolta. Alfreð Finnbogason skoraði sitt 23. og 24. deildarmark fyrir Heerenveen á leiktíðinni og bætti 33 ára markamet Péturs Péturssonar. Sverrir Þór Sverrisson gerði Grindavík að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik. Þar með vann Grindavík titilinn annað árið í röð og árið áður gerði Sverrir Þór kvennalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum. Birna Valgarðsdóttir og félagar hennar í Keflavík unnu tvöfaldan sigur í kvennakörfunni og Birna bætti stigametið í deildinni. Elsa Sæný Valgeirsdóttir gerði karlalið HK að tvöföldum meisturum í blaki. Þróttur, Neskaupstað, varð Íslandsmeistari kvenna en Elsa vann þrjá af fjórum titlum því hún varð einnig bikarmeistari með kvennaliði HK.Guðjón Valur lék vel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.nordicphotos/bongartsMaí Auðunn Jónsson varð Evrópumeistari í réttstöðulyftu á EM í kraftlyftingum í Pilsen í Tékklandi. Hann fékk silfur í hnébeygju og brons í bekkpressu og samanlögðu. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttirurðu Evrópumeistarar með liði sínu Tvis Holstebro í EHF-bikarnum í handbolta kvenna. Alexander Petersson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Guðmundur Guðmundsson (þjálfari) urðu Evrópumeistarar í handbolta með Rhein-Neckar Löwen eftir 26-24 sigur á Nantes í úrslitaleik EHF-bikarsins í Frakklandi. Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza tryggðu sér sæti í undanúrslitum spænska körfuboltans eftir að hafa slegið út Valencia. Guðjón Valur Sigurðsson, Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason (þjálfari) unnu þýsku úrvalsdeildina í handbolta og urðu þar með tvöfaldir meistarar á tímabilinu. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax urðu hollenskir meistarar í fótbolta og þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson unnu hollenska bikarinn með AZ Alkmaar. Fram varð Íslandsmeistari í handbolta tvo daga í röð, fyrst í karlaflokki eftir sigur á Haukum og svo daginn eftir í kvennaflokki eftir sigur á Stjörnunni.Júní Ólafur Stefánsson kvaddi íslenska landsliðið með stórleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll þegar hann skoraði átta mörk og gaf tíu stoðsendingar í sigri á Rúmeníu.Einn besti íþróttamaður Íslandssögunnar, ef ekki sá besti, kvaddi í sumar.fréttablaðið/daníelJúlí Helgi Sveinsson varð heimsmeistari í spjótkasti á Heimsmeistaramóti fatlaðra í Lyon í Frakkland þegar hann tryggði sér sigurinn á nýju Íslandsmeti í lokakasti sínu. Aníta Hinriksdóttir varð bæði Evrópumeistari og heimsmeistari unglinga í 800 metra hlaupi á einni viku. Hún vann fyrst gull á HM 17 ára yngri í Donetsk í Úkraínu 14. júlí og tók síðan gull í sömu grein á EM 19 ára yngri í Rieti á Ítalíu sex dögum síðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð með 1-0 sigri á Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið nokkrum dögum eftir að óttast var að hún gæti ekki spilað meira á mótinu. Guðbjörg stóð sig frábærlega í marki íslenska liðsins á mótinu. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Sunna Víðisdóttir úr GR urðu Íslandsmeistarar í höggleik á Korpuvelli. Fimmti Íslandsmeistaratitill Birgis. Atli Viðar Björnsson tryggði FH 2-1 sigur á litháenska liðinu Ekranas í forkeppni Meistaradeildar Evrópu með marki í uppbótartíma og sá til þess að FH fékk fjóra Evrópuleiki til viðbótar og milljónir í kassann. FH varð seinna næst því allra íslenskra liða frá upphafi að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem hefði tryggt félaginu um 500 milljónir í tekjur.Ágúst Jóhann Rúnar Skúlason varð tvöfaldur heimsmeistari á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín. Ríkharður Daðason gerði Fram að bikarmeisturum í fótbolta karla eftir sigur á Stjörnunni í vítakeppni en þetta var fyrsti titill Fram í 23 ár. Rakel Hönnudóttir tryggði Breiðabliki bikarinn í kvennaflokki á móti sínum gömlu félögum í Þór/KA.September Alfreð Finnbogason skoraði tólf mörk í fyrstu átta leikjum sínum með Heerenveen á tímabilinu og var kominn með gott forskot á markalistanum í hollensku deildinni. Stjörnukonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með því að vinna alla 18 leiki tímabilsins. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 28 mörk á tímabilinu og varð markahæsta mamma sögunnar. KR varð Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla í fótbolta í annað skiptið á þremur árum og tryggði sér titilinn á Hlíðarenda. Rúnar Kristinsson varð fyrsti þjálfari KR í meira en hálfa öld til að vinna titil þrjú ár í röð.Alfreð raðaði inn mörkum í Hollandi.Október Aníta Hinriksdóttir úr ÍR var kosin vonarstjarna evrópskra frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu á uppskeruhátíð sambandsins í Tallinn í Eistlandi. Kolbeinn Sigþórssonog félagar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér sæti í umspilsleikjum um laust sæti á HM í Brasilíu með því að ná öðru sæti í sínum riðli. Kolbeinn setti met með því að skora í fimm landsleikjum í röð, þar á meðal fjórum síðustu leikjum Íslands í riðlakeppninni.Nóvember Heimir Hallgrímsson var ráðinn aðalþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta ásamt Lars Lagerbäck. Íslenska liðið var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á HM í Brasilíu en tapaði fyrir Króatíu í umspilsleikjum um laust sæti. Þóra Björg Helgadóttir var kosin besti markvörður tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni og Sara Björk Gunnarsdóttir tilnefnd sem besti miðjumaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Þær voru í lykilhlutverki í öðrum meistaratitli LdB Malmö á þremur árum. Gerpla tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í kvennaflokki í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku og varði þar með titil sinn frá 2011 þrátt fyrir að vera með nánast nýtt lið.Desember Eygló Ósk Gústafsdóttirkomst í úrslit í tveimur greinum á Evrópumótinu í 25 metra laug þar sem hún náði best sjöunda sætinu í 200 metra baksundi. Hún varð aðeins önnur íslenska sundkonan til þess að komast í úrslit á stóru alþjóðlegu sundmóti. Alfreð Finnbogason var kosinn leikmaður ársins í hollensku úrvalsdeildinni á árinu af hollensku vefsíðunni Football Oranje. Skoraði 27 mörk í 30 deildarleikjum fyrir Heerenveen á árinu og rauf 30 marka múrinn annað árið í röð. María Guðmundsdóttir, skíðakona frá Akureyri, vann alþjóðlegt svigmót í Geilo í Noregi eftir frábæra seinni ferð. Innlendar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Íslenskt íþróttafólk bauð íslensku þjóðinni upp á litríkt, skemmtilegt og sögulegt íþróttaár og Fréttablaðið rifjar upp mörg þau helstu í blaðinu í dag. Knattspyrnulandsliðin okkar hafa aldrei gert betur, við eigum vonarstjörnu evrópskra frjálsíþrótta, heimsmeistara í spjótkasti fatlaðra, tvöfaldan heimsmeistara í hestaíþróttum, Evrópumeistara í kraftlyftingum og fullt af meisturum út um alla Evrópu. Það er því hægt að mæla með því að íslenska þjóðin nýti tækifærið og skáli fyrir okkar glæsilega íþróttafólki um áramótin. Fullt af íslensku íþróttafólki var að brjóta niður múra á árinu og ná lengra en íslenskt íþróttafólk hefur náð áður hvort sem var það að bæta eldgömul Íslandsmet, skora meira en nokkur annar í atvinnumannadeild, spila í úrslitum bestu kvennakörfudeildar Evrópu eða komast í úrslit á EM í sundi. Hápunktar ársins voru vissulega nokkrir. Þetta var árið þegar 17 ára hlaupakona úr ÍR varð heims- og Evrópumeistari unglinga með sex daga millibili í júlí og árið þegar allt þjóðfélagið lifði og hrærðist með íslenska karlalandsliðinu í nóvember þegar það var aðeins hársbreidd frá því að setja heimsmet og tryggja sér sæti á HM í Brasilíu. Þetta var árið þegar íslenska kvennalandsliðið komst í hóp átta bestu knattspyrnuþjóða Evrópu og árið þegar Gerpla sannaði að Ísland verður áfram stórveldi í hópfimleikum þrátt fyrir mikil kynslóðaskipti í íslenska liðinu. Þetta var líka árið sem leiðtogarnir Ólafur Stefánsson og Katrín Jónsdóttir sögðu bless eftir að hafa komið okkar landsliðum lengra en nokkrir aðrir fyrirliðar í sögu þjóðarinnar. Það er erfitt að kveðja en við getum glatt okkur yfir því að fullt af ungu og stórefnilegu íþróttafólki bíður spennt í startblokkunum tilbúið að fylla þjóðina af stolti á næstu árum. Fréttablaðið leit yfir árið og safnaði saman íslenskum íþróttaminningum úr öllum áttum frá árinu 2013.Janúar Aron Pálmarsson gaf flestar stoðsendingar af öllum leikmönnum á HM í handbolta á Spáni þrátt fyrir að íslenska landsliðið dytti út strax í sextán liða úrslitum. Ísland endaði í tólfta sæti.Aníta fór á kostum.nordicphotos/gettyFebrúar Aníta Hinriksdóttir setti Íslandsmet fjórar helgar í röð, fyrstu þrjár helgarnar í 800 (2) og 1.500 metra hlaupum (1) en á þeirri síðustu hjálpaði hún kvennasveit ÍR að setja Íslandsmet í boðhlaupi. Teitur Örlygsson gerði karlalið Stjörnunnar að bikarmeisturum í körfubolta og vann bikarinn í níunda sinn á ferlinum. Keflavík vann bikarinn hjá konunum.Mars Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 endurkomusigri í Slóveníu í undankeppni HM í fótbolta í Brasilíu, fyrra markið með mögnuðu skoti beint úr aukaspyrnu. Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angeles Kosice komust alla leið á úrslitahelgi Euroleague, ígildi Meistaradeildar Evrópu í körfubolta kvenna, þar sem liðið endaði að lokum í fjórða sæti. Helena vann þrjá stóra titla með Good Angeles á tímabilinu. Guðmundur E. Stephensen varð Íslandsmeistari í borðtennis tuttugasta árið í röð. Karlalið ÍR og kvennalið Vals urðu bikarmeistarar í handboltanum og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og félagar hennar í Valsliðinu unnu þar með stóran titil fjórða árið í röð.Apríl Norma Dögg Róbertsdóttir náði besta árangri íslenskra fimleikastúlkna á stórmóti þegar hún var varamaður inn í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Moskvu. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 22 mörk í tveimur sigurleikjum á Slóvenum þar sem íslenska liðið svo gott sem tryggði sér sæti á EM í handbolta. Alfreð Finnbogason skoraði sitt 23. og 24. deildarmark fyrir Heerenveen á leiktíðinni og bætti 33 ára markamet Péturs Péturssonar. Sverrir Þór Sverrisson gerði Grindavík að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik. Þar með vann Grindavík titilinn annað árið í röð og árið áður gerði Sverrir Þór kvennalið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum. Birna Valgarðsdóttir og félagar hennar í Keflavík unnu tvöfaldan sigur í kvennakörfunni og Birna bætti stigametið í deildinni. Elsa Sæný Valgeirsdóttir gerði karlalið HK að tvöföldum meisturum í blaki. Þróttur, Neskaupstað, varð Íslandsmeistari kvenna en Elsa vann þrjá af fjórum titlum því hún varð einnig bikarmeistari með kvennaliði HK.Guðjón Valur lék vel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.nordicphotos/bongartsMaí Auðunn Jónsson varð Evrópumeistari í réttstöðulyftu á EM í kraftlyftingum í Pilsen í Tékklandi. Hann fékk silfur í hnébeygju og brons í bekkpressu og samanlögðu. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttirurðu Evrópumeistarar með liði sínu Tvis Holstebro í EHF-bikarnum í handbolta kvenna. Alexander Petersson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Guðmundur Guðmundsson (þjálfari) urðu Evrópumeistarar í handbolta með Rhein-Neckar Löwen eftir 26-24 sigur á Nantes í úrslitaleik EHF-bikarsins í Frakklandi. Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza tryggðu sér sæti í undanúrslitum spænska körfuboltans eftir að hafa slegið út Valencia. Guðjón Valur Sigurðsson, Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason (þjálfari) unnu þýsku úrvalsdeildina í handbolta og urðu þar með tvöfaldir meistarar á tímabilinu. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax urðu hollenskir meistarar í fótbolta og þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson unnu hollenska bikarinn með AZ Alkmaar. Fram varð Íslandsmeistari í handbolta tvo daga í röð, fyrst í karlaflokki eftir sigur á Haukum og svo daginn eftir í kvennaflokki eftir sigur á Stjörnunni.Júní Ólafur Stefánsson kvaddi íslenska landsliðið með stórleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll þegar hann skoraði átta mörk og gaf tíu stoðsendingar í sigri á Rúmeníu.Einn besti íþróttamaður Íslandssögunnar, ef ekki sá besti, kvaddi í sumar.fréttablaðið/daníelJúlí Helgi Sveinsson varð heimsmeistari í spjótkasti á Heimsmeistaramóti fatlaðra í Lyon í Frakkland þegar hann tryggði sér sigurinn á nýju Íslandsmeti í lokakasti sínu. Aníta Hinriksdóttir varð bæði Evrópumeistari og heimsmeistari unglinga í 800 metra hlaupi á einni viku. Hún vann fyrst gull á HM 17 ára yngri í Donetsk í Úkraínu 14. júlí og tók síðan gull í sömu grein á EM 19 ára yngri í Rieti á Ítalíu sex dögum síðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð með 1-0 sigri á Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið nokkrum dögum eftir að óttast var að hún gæti ekki spilað meira á mótinu. Guðbjörg stóð sig frábærlega í marki íslenska liðsins á mótinu. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Sunna Víðisdóttir úr GR urðu Íslandsmeistarar í höggleik á Korpuvelli. Fimmti Íslandsmeistaratitill Birgis. Atli Viðar Björnsson tryggði FH 2-1 sigur á litháenska liðinu Ekranas í forkeppni Meistaradeildar Evrópu með marki í uppbótartíma og sá til þess að FH fékk fjóra Evrópuleiki til viðbótar og milljónir í kassann. FH varð seinna næst því allra íslenskra liða frá upphafi að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem hefði tryggt félaginu um 500 milljónir í tekjur.Ágúst Jóhann Rúnar Skúlason varð tvöfaldur heimsmeistari á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín. Ríkharður Daðason gerði Fram að bikarmeisturum í fótbolta karla eftir sigur á Stjörnunni í vítakeppni en þetta var fyrsti titill Fram í 23 ár. Rakel Hönnudóttir tryggði Breiðabliki bikarinn í kvennaflokki á móti sínum gömlu félögum í Þór/KA.September Alfreð Finnbogason skoraði tólf mörk í fyrstu átta leikjum sínum með Heerenveen á tímabilinu og var kominn með gott forskot á markalistanum í hollensku deildinni. Stjörnukonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með því að vinna alla 18 leiki tímabilsins. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 28 mörk á tímabilinu og varð markahæsta mamma sögunnar. KR varð Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla í fótbolta í annað skiptið á þremur árum og tryggði sér titilinn á Hlíðarenda. Rúnar Kristinsson varð fyrsti þjálfari KR í meira en hálfa öld til að vinna titil þrjú ár í röð.Alfreð raðaði inn mörkum í Hollandi.Október Aníta Hinriksdóttir úr ÍR var kosin vonarstjarna evrópskra frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu á uppskeruhátíð sambandsins í Tallinn í Eistlandi. Kolbeinn Sigþórssonog félagar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér sæti í umspilsleikjum um laust sæti á HM í Brasilíu með því að ná öðru sæti í sínum riðli. Kolbeinn setti met með því að skora í fimm landsleikjum í röð, þar á meðal fjórum síðustu leikjum Íslands í riðlakeppninni.Nóvember Heimir Hallgrímsson var ráðinn aðalþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta ásamt Lars Lagerbäck. Íslenska liðið var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á HM í Brasilíu en tapaði fyrir Króatíu í umspilsleikjum um laust sæti. Þóra Björg Helgadóttir var kosin besti markvörður tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni og Sara Björk Gunnarsdóttir tilnefnd sem besti miðjumaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Þær voru í lykilhlutverki í öðrum meistaratitli LdB Malmö á þremur árum. Gerpla tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í kvennaflokki í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku og varði þar með titil sinn frá 2011 þrátt fyrir að vera með nánast nýtt lið.Desember Eygló Ósk Gústafsdóttirkomst í úrslit í tveimur greinum á Evrópumótinu í 25 metra laug þar sem hún náði best sjöunda sætinu í 200 metra baksundi. Hún varð aðeins önnur íslenska sundkonan til þess að komast í úrslit á stóru alþjóðlegu sundmóti. Alfreð Finnbogason var kosinn leikmaður ársins í hollensku úrvalsdeildinni á árinu af hollensku vefsíðunni Football Oranje. Skoraði 27 mörk í 30 deildarleikjum fyrir Heerenveen á árinu og rauf 30 marka múrinn annað árið í röð. María Guðmundsdóttir, skíðakona frá Akureyri, vann alþjóðlegt svigmót í Geilo í Noregi eftir frábæra seinni ferð.
Innlendar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira