Ståle Solbakken, stjóri FC Kaupmannahafnar, hefur staðfest að félagið ætli ekki að reyna að fá Björn Bergmann Sigurðarson til félagsins í vetur.
Solbakken keypti Björn Bergmann til enska C-deildarliðsins Wolves á sínum tíma en var rekinn fyrir rúmu ári síðan.
Björn Bergmann hefur átt erfitt uppdráttar hjá Wolves á tímabilinu og fá tækifæri fengið að undanförnu. Hann hafði því verið sterklega orðaður við FCK.
„Við erum ekki að skoða hann að svo stöddu. Ég hef mikla trú á honum enda fékk ég hann til Wolves á sínum tíma. Það býr mikið í Birni,“ sagði Solbakken við BT í dag.
