Ståle Solbakken, stjóri FC Kaupmannahafnar, hefur staðfest að félagið ætli ekki að reyna að fá Björn Bergmann Sigurðarson til félagsins í vetur.
Solbakken keypti Björn Bergmann til enska C-deildarliðsins Wolves á sínum tíma en var rekinn fyrir rúmu ári síðan.
Björn Bergmann hefur átt erfitt uppdráttar hjá Wolves á tímabilinu og fá tækifæri fengið að undanförnu. Hann hafði því verið sterklega orðaður við FCK.
„Við erum ekki að skoða hann að svo stöddu. Ég hef mikla trú á honum enda fékk ég hann til Wolves á sínum tíma. Það býr mikið í Birni,“ sagði Solbakken við BT í dag.
Solbakken ætlar ekki að kaupa Björn Bergmann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti