Danska blaðið Ekstra Bladet fullyrðir í dag að FC Kaupmannahöfn kunni að selja landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson til rússnesks félags á næstunni.
Samkvæmt frétt blaðsins mun FCK fá 20 milljónir danskra króna í sinn hlut fyrir Ragnar eða 425 milljónir króna. Ragnar, sem er 27 ára, hefur verið á mála hjá FCK í tvö og hálft ár.
Sölvi Geir Ottesen, fyrrum liðsfélagi Ragnars, gekk í raðir rússneska félagsins FC Ural í sumar eftir að hafa runnið út á samningi hjá FCK.
Fullyrt er að FCK hafi augastað á Erik Sciatchenko, varnarmanni FC Midtjylland, til að fylla í skarð Ragnars.
Ragnar seldur til Rússlands fyrir 425 milljónir?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti


Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
