Danska blaðið Ekstra Bladet fullyrðir í dag að FC Kaupmannahöfn kunni að selja landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson til rússnesks félags á næstunni.
Samkvæmt frétt blaðsins mun FCK fá 20 milljónir danskra króna í sinn hlut fyrir Ragnar eða 425 milljónir króna. Ragnar, sem er 27 ára, hefur verið á mála hjá FCK í tvö og hálft ár.
Sölvi Geir Ottesen, fyrrum liðsfélagi Ragnars, gekk í raðir rússneska félagsins FC Ural í sumar eftir að hafa runnið út á samningi hjá FCK.
Fullyrt er að FCK hafi augastað á Erik Sciatchenko, varnarmanni FC Midtjylland, til að fylla í skarð Ragnars.
