Myndin er framhald Never Say Never sem var frumsýnd árið 2011. Í báðum myndunum er einblínt á hvað kom til þess að frægðarsól Justins byrjaði að rísa.
Í myndinni eru viðtöl við móður Justins, Pattie Mallette, lærimeistara hans Usher Raymond IV, umboðsmann hans Scooter Braun og listamanninn Ludacris svo dæmi séu tekin.
Heimildamyndin hefur ekki staðist væntingar en hún hefur einungis halað inn um þremur milljónum dollara síðan hún var frumsýnd vestan hafs í lok desember.