„Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum, og ég gleymi þessu aldrei því að allir urðu svo hræddir - en það fyrsta sem framleiðendur myndarinnar fóru fram á voru myndir af typpinu á mér,“ segir LaBeouf í nýju viðtali sem Zentropa Productions, fyrirtækið að baki Nymphomaniac, settu á Youtube.
LaBeouf útskýrði að typpamyndin hefði verið próf, til að athuga hversu langt hann væri til í að ganga.
„Lars sagði 'Sendið honum bréfið. Í bréfinu stóð, 'Ertu til?'" hélt LaBeouf áfram. „Ég hugsa að fyrsta prófið hafa verið, 'Tökum tímann á því hvað þessi hálfviti er lengi að senda af sér typpamynd.' Það liðu 20 mínútur. Þá sögðu þau, 'Ókei, hann er tilbúinn í þetta.'“
Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni, þar sem hann talar meðal annars um vinnuferli Von Trier.