Ungverjaland vann sannfærandi sigur á Makedóníu, 31-25, og vann þar með fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku.
Ungverjar leiddu strax frá upphafi og voru með sjö marka forystu í hálfleik, 16-9. Sigur liðsins var aldrei í hættu en mestur varð munurinn níu mörk í síðari hálfleik.
Gabor Csaszar skoraði sjö mörk fyrir Ungverja og þeir Szabolcs Zubai og Gabor Ancsin fjögur hvor. Dejan Manaskov og Dejan Pecakovski skoruðu fimm hvor fyrir Makedóníu.
Ungverjaland er því komið með þrjú stig í milliriðli 1 en Makedónía er með tvö stig. Ísland er með eitt stig en liðið mætir Austurríki síðar í dag.
Í kvöld eigast svo við efstu lið riðilsins, Danmörk og Spánn, sem eru bæði með fjögur stig.
Auðvelt hjá Ungverjalandi gegn Makedóníu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

