Ísland hefur leik gegn Austurríki í milliriðlakeppninni á Evrópumeistaramótinu í Danmörku á laugardaginn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, stýrir austurríska liðinu.
Ísland endaði í öðru sæti B-riðils eftir að liðið tapaði fyrir Spáni í dag. Liðið leikur svo gegn Makedóníu á mánudag og heimamönnum í Danmörku á miðvikudaginn.
Tvö efstu liðin í milliriðlakeppninni komast áfram í undanúrslit keppninnar. Danmörk og Spánn standa þar vel að vígi enda fara bæði lið áfram með fjögur stig úr sínum riðlum.
Leiktímar liggja ekki fyrir en þeir verða birtir síðar í kvöld.
Leikirnir:
Laugardagur:
Austurríki - Ísland
Makedónía - Ungverjaland
Danmörk - Spánn
Mánudagur:
Austurríki - Spánn
Danmörk - Ungverjaland
Makedónía - Ísland
Miðvikudagur:
Danmörk - Ísland
Makedónía - Spánn
Austurríki - Ungverjaland
Staðan í milliriðlinum:
Spánn 4 stig (+12 í markatölu)
Danmörk 4 (+12)
Makedónía 2 (-7)
Ísland 1 (-5)
Ungverjaland 1 (-7)
Austurríki 0 (-5)
Ísland byrjar á lærisveinum Patreks
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
