Umfjöllun: Spánn - Ísland 33-28 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2014 13:57 visir/daníel Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks. EM 2014 karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks.
EM 2014 karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira