Þetta voru sömu úrslit á ÓL í London en þá unnu Ungverjar í framlengingu og fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn eins og íslenska landsliðið gerði fjórum árum fyrr.
Íslenska liðið var einu marki yfir þegar fimmtán sekúndur voru eftir að leiknum en Ungverjum tókst að jafna leikinn og stoppa síðan íslenska liðið í lokasókninni.
Jafntefli þýðir hinsvegar að Ísland er komið áfram í milliriðil og fer þangað með að minnsta kosti eitt stig.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í höllinni í Álaborg í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og neðan.






