Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2014 14:14 mynd / daníel Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum. EM 2014 karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum.
EM 2014 karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Sjá meira