Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti 13. janúar 2014 17:08 Hinrik og Gísli voru þeir einu ákærða sem mættu fyrir dóm. Mynd/Vísir Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi. Stokkseyrarmálið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira