Leikkonan Kerry Washington mætti á rauða dregilinn á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles rétt í þessu í gullfallegum kjól. Hún staðfesti það í samtali við Ryan Seacrest að hún beri barn undir belti.
„Ég er með besta deit í kvöld - litla fylgihlutinn minn,“ sagði Kerry og benti á óléttubumbuna. Eiginmaður Kerry, Nnamdi Asomugha, mætti ekki á hátíðina en þau giftu sig í júní á siðasta ári.
Kerry er tilnefnd í kvöld fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Scandal.
Frumsýnir óléttubumbuna á rauða dreglinum
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun


Borgin býður í tívolíveislu
Tónlist

