Gestgjafar Danmerkur og ríkjandi Evrópumeistarar unnu Makedóníu 29-21 í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Danmörk var yfir allan leikinn en staðan í hálfleik var 12-8.
Danmörk byrjaði leikinn mjög vel. Liðið var vel stutt af fullri höllinni og leikmenn liðsins virtust svífa á skýi í upphafi. Liðið náði fjögurra marka forystu en Makedónía náði að halda sér inni í leiknum framan af þó forysta Danmerkur væri í raun aldrei í hættu.
Niklas Landin fór á kostum í marki Danmerkur og sá til þess að Makedónía næði aldrei að ógna forystu Dana.
Borko Ristovski var einnig mjög góður í marki Makedóníu en það dugði ekki til. Danmörk lék mjög góða vörn í leiknum og náði Makedónía sér aldrei á strik í sóknarleiknum.
Danmörk náði mest átta marka forystu í leiknum og það var munurinn í leikslok. Danmörk var mun betri aðilinn í leiknum og sigurinn í raun aldrei í hættu.
Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með 7 mörk en hann hefur engu að síður oft leikið betur.
Casper Mortensen skoraði fimm mörk fyrir Danmörku og Mikkel Hansen 4 en markaskor dreifðist vel á leikmenn liðsins.
Danmörk hóf titilvörnina á heimavelli með sigri
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn