Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, fór fyrir sínum mönnum í frábærum sigri Íslands á Noregi á EM í handbolta í dag.
Hann skoraði níu mörk og átti frábæran leik þrátt fyrir að hafa verið frá vegna meiðsla í aðdraganda mótsins.
„Lykillinn var vörn og markvarsla í fyrri hálfleik. Við náðum forystu sem við héldum til loka. Það var aldrei stress í okkur,“ sagði Guðjón Valur við Rúv eftir leik.
„Það voru allir að koma inn og skila sínu. Hægri vængurinn fannst mér líka virka mjög vel. Svona þarf þetta að vera,“ bætti hann við.
Norðmenn voru fjölmennir á pöllunum í dag en það heyrðist vel í þeim Íslendingum sem voru í Gigantium-höllinni í Álaborg.
„Við fundum heldur betur fyrir stuðningnum. Við náðum að slökkva í Norðmönnum og greinilegt að Carlsberg-inn hitaði vel upp í mönnum fyrir leik. Menn voru vel hressir og skemmtilegir,“ sagði Guðjón Valur og brosti.
Guðjón Valur: Carlsberg-inn hitaði vel upp í mönnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

