Gunnar Steinn Jónsson er að spila á sínu fyrsta stórmóti en hann kom frekar óvænt inn í leikmannahóp íslenska liðsins.
"Það voru kannski ekki margir sem áttu von á því að ég yrði hérna en ég ætlaði alltaf að sanna mig. Það er ótrúlegt að vera kominn hérna og fyrsti leikurinn okkar er sá mikilvægasti í riðlinum," segir Gunnar Steinn sem hefur spilað vel fyrir franska félagið Nantes.
"Ég verð að koma mér niður á jörðina og reyna að gera eitthvað gagn. Ég þarf að stilla mig rétt og vonandi tekst það. Það verður hörkustemning hérna og mikilvægt fyrir okkur að stilla spennustigið rétt.
Mótið leggst annars vel í gamla HK-inginn.
"Mér finnst allir líta vel. Mjög mikilvægt að fá Guðjón Val inn og við erum nánast með okkar sterkasta lið þá."
Viðtalið við Gunnar Stein má sjá í heild sinni hér að ofan.
Gunnar: Ég þarf að koma mér niður á jörðina
Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
