Sjóræningjaútgáfa af Walter Mitty rakin til Óskarskynnis Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. janúar 2014 16:32 The Secret Life of Walter Mitty var tekin að stórum hluta hér á landi. mynd/getty Sjóræningaútgáfa af kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem sett hefur verið inn á skráarskiptisíður er merkt sjónvarpsþættinum The Ellen DeGeneres Show. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi 20th Century Fox-kvikmyndaversins við tímaritið Variety. Hann segir að svo virðist sem vatnsmerki sem notað er til að rekja eintök kvikmynda til eigenda þeirra sé ósvikið, en 20th Century Fox sendi eintak til sjónvarpsþáttarins síðasta haust. Framleiðendur þáttarins segjast ekki vissir um hvort umræddu eintaki myndarinnar hafi verið „lekið“ en málið er í rannsókn innan herbúða DeGeneres og er litið alvarlegum augum. „Við gerum allt sem við getum til þess að tryggja að efni sem okkur er sent sé öruggt,“ segja framleiðendurnir og bæta því við að aldrei fyrr hafi kynningarefni frá þeim lekið á internetið. Málið er einkar óheppilegt í ljósi þess að DeGeneres er aðalkynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni þann 2. mars, helstu verðlaunahátíðar kvikmyndabransans í Bandaríkjunum. Talsmaður Fox tekur þó fram að ekki sé um Óskarsverðlaunaeintak að ræða, svokallað „screener“-eintak, en slíkum eintökum er dreift til meðlima Óskarsakademíunnar og annarra sem að hátíðinni koma. Þau eintök séu merkt á öðruvísi hátt. Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sjóræningaútgáfa af kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem sett hefur verið inn á skráarskiptisíður er merkt sjónvarpsþættinum The Ellen DeGeneres Show. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi 20th Century Fox-kvikmyndaversins við tímaritið Variety. Hann segir að svo virðist sem vatnsmerki sem notað er til að rekja eintök kvikmynda til eigenda þeirra sé ósvikið, en 20th Century Fox sendi eintak til sjónvarpsþáttarins síðasta haust. Framleiðendur þáttarins segjast ekki vissir um hvort umræddu eintaki myndarinnar hafi verið „lekið“ en málið er í rannsókn innan herbúða DeGeneres og er litið alvarlegum augum. „Við gerum allt sem við getum til þess að tryggja að efni sem okkur er sent sé öruggt,“ segja framleiðendurnir og bæta því við að aldrei fyrr hafi kynningarefni frá þeim lekið á internetið. Málið er einkar óheppilegt í ljósi þess að DeGeneres er aðalkynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni þann 2. mars, helstu verðlaunahátíðar kvikmyndabransans í Bandaríkjunum. Talsmaður Fox tekur þó fram að ekki sé um Óskarsverðlaunaeintak að ræða, svokallað „screener“-eintak, en slíkum eintökum er dreift til meðlima Óskarsakademíunnar og annarra sem að hátíðinni koma. Þau eintök séu merkt á öðruvísi hátt.
Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira