Spánverjinn Joan Canellas er orðinn markahæsti leikmaðurinn á Evrópumótinu í handknattleik. Canellas skoraði átta mörk fyrir landslið sitt í sigri á Króötum í leiknum um bronsið.
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur fyrir lokadaginn með 44 mörk en Canellas hafði skorað 42 mörk. Spánverjinn skoraði hins vegar heil sjö mörk í fyrri hálfleiknum og eitt í þeim sigri. Hann er því kominn með 50 mörk á mótinu.
Guðjón Valur klúðraði þremur skotum í röð í leiknum gegn Pólverjum um fimmta sætið. Í kjölfarið var honum skipt af velli fyrir Stefán Rafn Sigurmannsson. Hann var hins vegar fyrr í dag valinn í úrvalslið mótsins.
Guðjón Valur verður ekki markakóngur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn





Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn