Ísland með hæstu olíuskatta heims Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2014 19:15 Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. Bæði kínverskt og norskt ríkisolíufélag eru nú komin í olíuleitina en ekkert íslenskt ríkisolíufélag. Alþingi lögfesti raunar fyrir fimm árum heimild til stofnunar ríkisolíufélags í líkingu við hið norska Petoro, sem er fyrst og fremst rétthafi sérleyfa, en ekki í beinum rekstri líkt og Statoil, og nú hyggst ráðherra íslenskra olíumála fylgja málinu úr hlaði með sérstöku frumvarpi um íslenskt ríkisolíufélag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vonast til að leggja frumvarp þess efnis fram til kynningar á þessu þingi og síðan vonandi til afgreiðslu á komandi þingi í haust. Þannig segist hún vilja gefa þingi og þjóð góðan tíma til að mynda sér skoðun á málinu. Frá afhendingu þriðja sérleyfisins á Drekasvæðinu. Iðnaðarráðherra óskar fulltrúa kínverska félagsins CNOOC til hamingju. Sendiherra Kína og orkumálastjóri í miðið en til hægri er fulltrúi norska félagsins Petoro.Stöð 2/Einar. En kannski er stóra spurningin hjá mörgum, nú þegar búið er að ráðstafa fyrstu leitarleyfunum, hvað gæti þetta þýtt fyrir ríkissjóð? Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Már Guðjónsson, segir að það verði íslenska ríkið sem græði mest allra. „Það er ekkert land, sem er að bjóða út svona leyfi, með hærri skatta á það sem finnst, nema Noregur,” segir Heiðar Már en segir að taka verði tillit til þess að Noregur greiði á móti stærstan hluta af leitarkostnaði. Það má rifja upp að norskur olíusérfræðingur taldi fyrsta olíuútboð Íslendinga fyrir fjórum árum hafa klúðrast vegna of hárra skatta, og sagði raunar svokallað vinnslugjald fáránlega hátt. Skattarnir voru síðan lækkaðir en virðast enn háir, miðað við orð stjórnarformanns Eykons: „Þannig að Ísland er í þeirri stöðu að hingað koma aðilar, og hætta eigin fjármunum, - það er ekki verið að hætta fjármunum íslenska ríkisins, - en ef eitthvað finnst þá mun íslenska ríkið taka væntanlega 55 prósent af öllu sem finnst, og almenningur nýtur góðs af því. Skattheimtan verður einhversstaðar á milli 50 og 60 prósent. Þetta er hæsta skattheimta sem við sjáum alþjóðlega, þrátt fyrir að ríkið taki ekki neina áhættu og taki ekki þátt í leitarkostnaði,” segir Heiðar Már Guðjónsson. Fréttastofan bar þessa fullyrðingu Heiðars undir skattasérfræðing í Stjórnarráðinu, sem tók þátt í að semja lagafrumvörp um skattlagningu olíuvinnslu. Sá treysti sér hvorki til að staðfesta hana né hrekja. Hægt væri að reikna þetta út frá mörgum mismunandi forsendum. Olíuleit á Drekasvæði Skattar og tollar Bensín og olía Tengdar fréttir Olíuskattar klúðruðu Drekaútboðinu Einn helsti sérfræðingur Noregs í olíumálum segir að dræm þátttaka í Drekaútboðinu hljóti að vera vonbrigði fyrir íslensk stjórnvöld og telur að fráhrindandi og illskiljanleg skattalöggjöf sé meginástæðan. Hann segir áformað vinnslugjald fáránlega hátt. 29. maí 2009 18:35 Segir olíuskatta ýta undir að frekar verði borað Noregsmegin Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. 5. janúar 2013 19:16 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Sjá meira
Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. Bæði kínverskt og norskt ríkisolíufélag eru nú komin í olíuleitina en ekkert íslenskt ríkisolíufélag. Alþingi lögfesti raunar fyrir fimm árum heimild til stofnunar ríkisolíufélags í líkingu við hið norska Petoro, sem er fyrst og fremst rétthafi sérleyfa, en ekki í beinum rekstri líkt og Statoil, og nú hyggst ráðherra íslenskra olíumála fylgja málinu úr hlaði með sérstöku frumvarpi um íslenskt ríkisolíufélag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vonast til að leggja frumvarp þess efnis fram til kynningar á þessu þingi og síðan vonandi til afgreiðslu á komandi þingi í haust. Þannig segist hún vilja gefa þingi og þjóð góðan tíma til að mynda sér skoðun á málinu. Frá afhendingu þriðja sérleyfisins á Drekasvæðinu. Iðnaðarráðherra óskar fulltrúa kínverska félagsins CNOOC til hamingju. Sendiherra Kína og orkumálastjóri í miðið en til hægri er fulltrúi norska félagsins Petoro.Stöð 2/Einar. En kannski er stóra spurningin hjá mörgum, nú þegar búið er að ráðstafa fyrstu leitarleyfunum, hvað gæti þetta þýtt fyrir ríkissjóð? Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Már Guðjónsson, segir að það verði íslenska ríkið sem græði mest allra. „Það er ekkert land, sem er að bjóða út svona leyfi, með hærri skatta á það sem finnst, nema Noregur,” segir Heiðar Már en segir að taka verði tillit til þess að Noregur greiði á móti stærstan hluta af leitarkostnaði. Það má rifja upp að norskur olíusérfræðingur taldi fyrsta olíuútboð Íslendinga fyrir fjórum árum hafa klúðrast vegna of hárra skatta, og sagði raunar svokallað vinnslugjald fáránlega hátt. Skattarnir voru síðan lækkaðir en virðast enn háir, miðað við orð stjórnarformanns Eykons: „Þannig að Ísland er í þeirri stöðu að hingað koma aðilar, og hætta eigin fjármunum, - það er ekki verið að hætta fjármunum íslenska ríkisins, - en ef eitthvað finnst þá mun íslenska ríkið taka væntanlega 55 prósent af öllu sem finnst, og almenningur nýtur góðs af því. Skattheimtan verður einhversstaðar á milli 50 og 60 prósent. Þetta er hæsta skattheimta sem við sjáum alþjóðlega, þrátt fyrir að ríkið taki ekki neina áhættu og taki ekki þátt í leitarkostnaði,” segir Heiðar Már Guðjónsson. Fréttastofan bar þessa fullyrðingu Heiðars undir skattasérfræðing í Stjórnarráðinu, sem tók þátt í að semja lagafrumvörp um skattlagningu olíuvinnslu. Sá treysti sér hvorki til að staðfesta hana né hrekja. Hægt væri að reikna þetta út frá mörgum mismunandi forsendum.
Olíuleit á Drekasvæði Skattar og tollar Bensín og olía Tengdar fréttir Olíuskattar klúðruðu Drekaútboðinu Einn helsti sérfræðingur Noregs í olíumálum segir að dræm þátttaka í Drekaútboðinu hljóti að vera vonbrigði fyrir íslensk stjórnvöld og telur að fráhrindandi og illskiljanleg skattalöggjöf sé meginástæðan. Hann segir áformað vinnslugjald fáránlega hátt. 29. maí 2009 18:35 Segir olíuskatta ýta undir að frekar verði borað Noregsmegin Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. 5. janúar 2013 19:16 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Sjá meira
Olíuskattar klúðruðu Drekaútboðinu Einn helsti sérfræðingur Noregs í olíumálum segir að dræm þátttaka í Drekaútboðinu hljóti að vera vonbrigði fyrir íslensk stjórnvöld og telur að fráhrindandi og illskiljanleg skattalöggjöf sé meginástæðan. Hann segir áformað vinnslugjald fáránlega hátt. 29. maí 2009 18:35
Segir olíuskatta ýta undir að frekar verði borað Noregsmegin Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. 5. janúar 2013 19:16
Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38