Makedóníumennirnir Gjorgi Nachevski og Slave Nikolov munu dæma leik Íslands og Póllands um fimmta sætið á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku en leikurinn fer fram klukkan þrjú á morgun.
Gjorgi Nachevski og Slave Nikolov hafa ekki dæmt hjá íslenska handboltalandsliðinu á mótinu en þeir dæmdu aftur á móti endurkomuleik Pólverja á móti Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar.
Þetta var án vafa einn allra eftirminnilegasti sigur Pólverja á mótinu enda hefði tap þýtt að liðið kæmist ekki áfram í milliriðilinn.
Pólverjar voru fjórum mörkum undir í hálfleik í þeim leik en skoruðu 11 af fyrstu 13 mörkum seinni hálfleiksins og unnu að lokum tveggja marka sigur, 24-22.
Slóveníumennirnir Nenad Krstic og Peter Ljubic dæma undanúrslitaleik Frakka og Spánverja á morgun en Þjóðverjarnir Lars Geipel og Marcus Helbig dæma undanúrslitaleik Dana og Króata.
Makedóníumenn með flautuna í Pólverjaleiknum á morgun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn
Fleiri fréttir
