Sverre: Það þarf enginn að skammast sín

Danir keyrðu svo hratt á strákana okkar að þeim tókst oft ekkert að skipta út milli varnar og sóknar.
"Það hélt þeim í forystunni í fyrri hálfleik. Það lagaðist hjá okkur í seinni. Okkar leikur varð samt of þvingaður og þungur. Þetta var mjög erfitt og við vorum ekki að ná okkar besta leik á báðum endum. Við vorum skrefi á eftir þeim í öllum aðgerðum.
"Við vorum lakara liðið og verðum að kyngja því. Þeir eru með breiðari hóp en við en ég er samt ekki að setja út á okkar menn. Þá vantar bara meiri reynslu. Þeir hafa samt staðið sig frábærlega.
"Stundum verður erfitt að halda stöðugleika og það þarf enginn að skammast sín fyrir sína frammistöðu í þessu móti. Menn geta verið stoltir af sjálfum sér. Menn verða betri og það eru spennandi tímar fram undan hjá landsliðinu."
Sverre mun hugsanlega spila sinn síðasta landsleik á föstudag en hann íhugar að leggja landsliðsskóna á hilluna.
Tengdar fréttir

Guðjón Valur: Getum verið stoltir af þessum árangri
"Þeir voru að hvíla lykilmenn hjá sér og við vorum líka að rúlla mikið. Við lentum bara í vandræðum og á vegg í síðari hálfleik," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið gegn Dönum í Boxen í kvöld.

Umfjöllun: Danmörk - Ísland 32-23 | Danir léku sér að strákunum okkar
Danmörk vann stórsigur á Íslandi í lokaleik milliriðlakeppninnar á EM í handbolta. Strákarnir okkar voru einfaldlega númeri of litlir fyrir Evrópumeistarana.

Rúnar: Leiðinlegt að geta ekki sýnt betri leik
Leikurinn í kvöld reyndist hinum ungu og öflugu leikmönnum Íslands erfiður. Rúnar Kárason var einn þeirra sem náði sér ekki á strik í kvöld en það á reyndar við um flesta leikmenn liðsins.

Björgvin: Eins og ömurleg dönsk bíómynd
Björgvin Páll Gústavsson stóð oft uppi ráðalaus í kvöld er Danir fengu að valsa óáreittir upp að teignum og skjóta.

Allt var Dönum í hag | Myndir
Ísland tapaði fyrir Danmörku í lokaleik milliriðlakeppninnar á EM í handbolta, 32-23, þar sem heimamenn í Herning fóru á kostum fyrir troðfullri höll.

Aron: Þeir refsuðu okkur
"Ég myndi ekki segja að þetta væri munurinn á liðunum en í dag lendum við í því að gera okkur seka um að klúðra mörgum færum í fyrri hálfleik," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari svekktur eftir tapið gegn Dönum.