Sverre Andreas Jakobsson var brosmildur að vanda eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær. Hann bíður spenntur eftir leiknum í kvöld.
„Þetta verður hrikalega gaman og mikil tilhlökkun. Það eru forréttindi að fá að spila svona leik. Við vitum alveg hvernig stemningin verður,“ sagði Sverre.
„Þessi stemning kveikir í manni. Það eru nánast allir á bandi Dana. Þetta verður bara gaman. Það er mun skemmtilegra að spila í svona stemningu en fyrir hálftómu húsi eins og gegn Makedóníu.“
„Danirnir gera þetta líka svo skemmtilega. Stemningin er á jákvæðu nótunum. Við erum ekkert að fara samt bara til þess að skemmta ykkur. Við ætlum að vinna þennan leik og klára leikinn með sæmd. Svo kemur annar leikur.“
„Þetta eru oftast hörkuleikir en við áttum erfitt uppdráttar gegn þeim fyrir ári síðan. Við þekkjum þeirra styrkleika og verðum vel undirbúnir. Það verður enginn dúkkulísuleikur. Við ætlum að eyðileggja partíið og vera lengur í þessu stóra partí sem þetta mót er.“
Sverre: Forréttindi að spila svona leik
Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti



Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti






Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti