Næsta heimsmeistaramót í handbolta fer fram í Katar árið 2015 og Katarmenn eru farnir að safna í HM-liðið sitt samkvæmt fréttum frá Danmörku.
Umboðsmaðurinn Mads Winther segir í viðtali við tv2.dk að Katarmenn ætli sér að finna leikmenn í Danmörku og að þeir muni borga viðkomandi leikmönnum fyrir að spila fyrir Katar á HM 2015.
Landslið Katar er þegar með leikmenn innanborðs frá öðrum löndum en samkvæmt Mads Winther mun bætast verulega í þann hóp.
„Það er mikill áhugi á að fá skandinavíska leikmenn í landslið Katar og það koma fjórir til fimm danskir leikmenn til greina," sagði Mads Winther við tv2.dk.
Winther segir alla þessa leikmenn eigi landsleiki að baki. Til að fá nýtt handboltavegabréf þá mega leikmenn ekki hafa spilað fyrir annað land í þrjú ár. Hvort Katar horfi alla leið upp til Íslands er hinsvegar allt önnur saga.
Katarmenn safna handboltamönnum í HM-liðið sitt
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

