Stokkseyrarmálið fyrir héraðsdómi: „Tilviljun ein að hér varð ekki mannsbani af“ Jóhannes Stefánsson skrifar 21. janúar 2014 13:29 Úr dómsal. Vísir/GVA „Hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Það var átakanlegt að hlusta á framburð brotaþola þegar hann sagði frá því hvernig hann var nakinn bundinn við burðarbita, með mél í munninum og með ofskynjanir. Þá voru árásarmennirnir ítrekað búnir að klifa á því að það væri ekkert mál að láta menn hverfa. Þá hafi hann í raun verið búinn að sætta sig við að hann myndi deyja,“ sagði lögmaður annars brotaþola í málflutningsræðu sinni í aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu. Hann segir aðfarir ákærðu í málinu hafa verið slíkar að hending ein sé að hann sé enn á lífi. Vegna tjóns sem brotaþolinn varð fyrir krefst lögmaður hans miskabóta að fjárhæð fimm milljóna króna.„Ásetningurinn var einstaklega einbeittur. Árásarmennirnir voru margir og létu sér ekkert segjast. Miskunnarleysi þeirra var algjört,“ segir lögmaðurinn. Brotaþoli var samkvæmt ákæru og málflutningi réttargæslumannsins barinn á hrottafenginn hátt með bareflum, stunginn með skrúfjárni, bundinn svo hann gæti ekki borið fyrir sig hendi, látinn gleypa hnefafylli af óþekktum lyfjum og sprautaður í rass með óþekktu lyfi. Þá var kveikt í kynfærum hans og bringu og hann pyntaður svo klukkustundum skipti, áður en honum var sleppt. Þá þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna brotinna tanna eftir barsmíðar af hálfu ákærðu. „Það var tilviljun ein sem réði því, að hér varð ekki mannsbani af,“ sagði lögmaðurinn. Stokkseyrarmálið Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
„Hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Það var átakanlegt að hlusta á framburð brotaþola þegar hann sagði frá því hvernig hann var nakinn bundinn við burðarbita, með mél í munninum og með ofskynjanir. Þá voru árásarmennirnir ítrekað búnir að klifa á því að það væri ekkert mál að láta menn hverfa. Þá hafi hann í raun verið búinn að sætta sig við að hann myndi deyja,“ sagði lögmaður annars brotaþola í málflutningsræðu sinni í aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu. Hann segir aðfarir ákærðu í málinu hafa verið slíkar að hending ein sé að hann sé enn á lífi. Vegna tjóns sem brotaþolinn varð fyrir krefst lögmaður hans miskabóta að fjárhæð fimm milljóna króna.„Ásetningurinn var einstaklega einbeittur. Árásarmennirnir voru margir og létu sér ekkert segjast. Miskunnarleysi þeirra var algjört,“ segir lögmaðurinn. Brotaþoli var samkvæmt ákæru og málflutningi réttargæslumannsins barinn á hrottafenginn hátt með bareflum, stunginn með skrúfjárni, bundinn svo hann gæti ekki borið fyrir sig hendi, látinn gleypa hnefafylli af óþekktum lyfjum og sprautaður í rass með óþekktu lyfi. Þá var kveikt í kynfærum hans og bringu og hann pyntaður svo klukkustundum skipti, áður en honum var sleppt. Þá þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna brotinna tanna eftir barsmíðar af hálfu ákærðu. „Það var tilviljun ein sem réði því, að hér varð ekki mannsbani af,“ sagði lögmaðurinn.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira