Ólafur: Flottur leikur hjá öllum í liðinu

"Ég held að við hefðum átt að slíta þá frá okkur um miðjan síðari hálfleik. Það vantaði herslumuninn upp á að klára dæmið en þá en það kom í lokin og það var fyrir öllu," sagði Ólafur eftir leik.
"Ég fékk aftur að spila mikið í dag. Við verðum að hafa alla leikmenn á tánum út af meiðslum og það er að ganga vel. Ég reyndi að gera mitt besta og mér fannst þetta vera flottur leikur hjá öllum í liðinu.
"Það var gaman að glíma við þá og ég reyndi bara að vera ákveðinn í mínum aðgerðum. Hafði trú á mér og lét bara vaða."
Tengdar fréttir

Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð
Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri.

Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið
Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27.

Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta.

Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar
"Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag.

Rúnar: Við vorum svalir
"Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag.