Ný stikla fyrir sjónvarpsseríuna Extant er komin á netið en hún mun verða frumsýnd á sjónvarpsstöðinni CBS 2. júlí. Lítið er gefið upp í stiklunni og því er hún væntanlega hugsuð til að auka á dulúðina sem umlykur þáttinn.
Extant fjallar um geimfara, sem leikinn er af Halle Berry, sem snýr aftur heim eftir að hafa eytt ári úti í geimnum.
Þrettán þættir verða í seríunni en það er enginn annar en Steven Spielberg sem framleiðir.