Mótmælandi pyntaður í Úkraínu Haukur Viðar Alfreðsson og Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. janúar 2014 09:43 Bulatov segir að sér hafi verið rænt og hann pyntaður. vísir/afp Úkraínski stjórnarandstæðingurinn Dmytro Bulatovfannst illa útleikinn í útjaðri Kænugarðs í gærkvöldi. Hann hvarf sjónum manna í síðustu viku og segir að sér hafi verið rænt og hann pyntaður. Að því loknu hafi hann verið skilinn eftir helsærður í kuldanum, en hluti annars eyra Bulatov hafði verið skorinn af. Þá segist hann hafa verið barinn illa og hengdur upp á úlnliðunum. „Þeir krossfestu mig, þeir negldu niður hendurnar á mér. Þeir skáru af mér eyrað, þeir skáru í andlitið á mér. Það er ekki einn blettur á líkama mínum sem ekki hefur sætt barsmíðum,” hefur AP fréttastofan eftir Búlatov. Hann segir að sér hafi verið haldið í myrkri allan tímann og geti því ekki borið kennsl á árásarmennina. Þegar hann fannst voru föt hans og andlit alblóðug, hendurnar bólgnar og greinileg naglaför á þeim. Búlatov er 35 ára gamall og hefur tekið virkan þátt í mótmælunum gegn Viktor Janúkóvitsj forseta. Tveir aðrir mótmælendur hafa horfið skyndilega á síðustu vikum. Annar þeirra fannst látinn en hinn fannst einnig úti í skógi eftir að hafa sætt barsmíðum. Stjórnarandstæðingar hafa sakað stjórnvöld um að standa að baki þessum árásum í þeim tilgangi að hræða mótmælendur. Úkraína Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Úkraínski stjórnarandstæðingurinn Dmytro Bulatovfannst illa útleikinn í útjaðri Kænugarðs í gærkvöldi. Hann hvarf sjónum manna í síðustu viku og segir að sér hafi verið rænt og hann pyntaður. Að því loknu hafi hann verið skilinn eftir helsærður í kuldanum, en hluti annars eyra Bulatov hafði verið skorinn af. Þá segist hann hafa verið barinn illa og hengdur upp á úlnliðunum. „Þeir krossfestu mig, þeir negldu niður hendurnar á mér. Þeir skáru af mér eyrað, þeir skáru í andlitið á mér. Það er ekki einn blettur á líkama mínum sem ekki hefur sætt barsmíðum,” hefur AP fréttastofan eftir Búlatov. Hann segir að sér hafi verið haldið í myrkri allan tímann og geti því ekki borið kennsl á árásarmennina. Þegar hann fannst voru föt hans og andlit alblóðug, hendurnar bólgnar og greinileg naglaför á þeim. Búlatov er 35 ára gamall og hefur tekið virkan þátt í mótmælunum gegn Viktor Janúkóvitsj forseta. Tveir aðrir mótmælendur hafa horfið skyndilega á síðustu vikum. Annar þeirra fannst látinn en hinn fannst einnig úti í skógi eftir að hafa sætt barsmíðum. Stjórnarandstæðingar hafa sakað stjórnvöld um að standa að baki þessum árásum í þeim tilgangi að hræða mótmælendur.
Úkraína Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira