Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Kristján Már Unnarsson skrifar 30. janúar 2014 18:45 Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. Staðfesta þarf með borunum að hún sé til staðar en stjórnarformaður Eykons segir að lindin sé talin mjög stór og geyma einn milljarð olíutunna. Á fundi sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stóð fyrir á þriðjudag um tækifærin í olíuiðnaði skýrði stjórnarformaður Eykons, Heiðar Már Guðjónsson, frá því að sérfræðingar félagsins hefðu skilgreint stóra olíulind í lögsögu Íslands. „Ef þetta er lind sem er af þessari stærðargráðu, einn milljarður tunna, þá er hún þess virði að fara á eftir henni vegna þess að hún væri mjög stór í alþjóðlegu tilliti og gæti gefið af sér mjög miklar tekjur,” sagði Heiðar Már í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Lindin hugsanlega hefur fengið vinnuheitið Bergþóra, eftir einni af þekktustu persónum Íslendingasagna. Hún er á sérleyfi undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og gæti teigt sig yfir í lögsögu Noregs. Aðrir aðilar leyfisins eru Petoro og Kolvetni, dótturfélag Eykons. „Bergþóra" er nyrst á Drekasvæðinu, við lögsögumörk Íslands og Jan Mayen. Eykons-menn hafa áætlað hvað þessi eina lind gæti skilað ríkinu í skatttekjur. Yfir 20 ára tímabil milli 80 og 90 prósent af þjóðarframleiðslu Íslands, segir Heiðar Már. „En ég segi aftur: Við vitum ekki hvort olían er þarna. En ef þetta reynist rétt hjá okkur, þá gæti þetta orðið svona.” Bergþóra gæti verið mun stærri. „Erlendir aðilar sem við höfum verið að vinna með vilja meina að hún geti verið allt að þrír milljarðar tunna. Þá eru náttúrlega uppgripin enn meiri.” Áætlanir sem þessar segir Heiðar ekki skot út í loftið heldur byggðar á rannsóknargögnum. „Við teljum til að mynda að bæði kínverska ríkisolíufélagið og hið norska, sem hafa komið með okkur, þau kæmu ekki að þessu nema vegna þess að þau treysta þeirri vinnu sem liggur til grundvallar,” sagði stjórnarformaður Eykons. Gunnar Karl Guðmundsson, stjórnarmaður í KNI á Grænlandi.Stöð 2/Raggi. Á fundinum fjallaði Gunnar Karl Guðmundsson um möguleika Íslendinga á Grænlandi en hann situr í stjórn grænlenska félagsins KNI, sem annast stóran hluta verslunar og olíuflutninga í landinu. „Við verðum alltaf að átta okkur á því, þegar við komum að Grænlandi, að þeir verða að fá að ráða þessu á sínum eigin forsendum,” sagði Gunnar Karl. Hann hvatti til þess að Íslendingar og Grænlendingar gerði með sér fríverslunarsamning. „Við eigum bara að vera þarna, hlusta á þeirra þarfir, þeirra væntingar, og reyna að uppfylla þær.” Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. Staðfesta þarf með borunum að hún sé til staðar en stjórnarformaður Eykons segir að lindin sé talin mjög stór og geyma einn milljarð olíutunna. Á fundi sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stóð fyrir á þriðjudag um tækifærin í olíuiðnaði skýrði stjórnarformaður Eykons, Heiðar Már Guðjónsson, frá því að sérfræðingar félagsins hefðu skilgreint stóra olíulind í lögsögu Íslands. „Ef þetta er lind sem er af þessari stærðargráðu, einn milljarður tunna, þá er hún þess virði að fara á eftir henni vegna þess að hún væri mjög stór í alþjóðlegu tilliti og gæti gefið af sér mjög miklar tekjur,” sagði Heiðar Már í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Lindin hugsanlega hefur fengið vinnuheitið Bergþóra, eftir einni af þekktustu persónum Íslendingasagna. Hún er á sérleyfi undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og gæti teigt sig yfir í lögsögu Noregs. Aðrir aðilar leyfisins eru Petoro og Kolvetni, dótturfélag Eykons. „Bergþóra" er nyrst á Drekasvæðinu, við lögsögumörk Íslands og Jan Mayen. Eykons-menn hafa áætlað hvað þessi eina lind gæti skilað ríkinu í skatttekjur. Yfir 20 ára tímabil milli 80 og 90 prósent af þjóðarframleiðslu Íslands, segir Heiðar Már. „En ég segi aftur: Við vitum ekki hvort olían er þarna. En ef þetta reynist rétt hjá okkur, þá gæti þetta orðið svona.” Bergþóra gæti verið mun stærri. „Erlendir aðilar sem við höfum verið að vinna með vilja meina að hún geti verið allt að þrír milljarðar tunna. Þá eru náttúrlega uppgripin enn meiri.” Áætlanir sem þessar segir Heiðar ekki skot út í loftið heldur byggðar á rannsóknargögnum. „Við teljum til að mynda að bæði kínverska ríkisolíufélagið og hið norska, sem hafa komið með okkur, þau kæmu ekki að þessu nema vegna þess að þau treysta þeirri vinnu sem liggur til grundvallar,” sagði stjórnarformaður Eykons. Gunnar Karl Guðmundsson, stjórnarmaður í KNI á Grænlandi.Stöð 2/Raggi. Á fundinum fjallaði Gunnar Karl Guðmundsson um möguleika Íslendinga á Grænlandi en hann situr í stjórn grænlenska félagsins KNI, sem annast stóran hluta verslunar og olíuflutninga í landinu. „Við verðum alltaf að átta okkur á því, þegar við komum að Grænlandi, að þeir verða að fá að ráða þessu á sínum eigin forsendum,” sagði Gunnar Karl. Hann hvatti til þess að Íslendingar og Grænlendingar gerði með sér fríverslunarsamning. „Við eigum bara að vera þarna, hlusta á þeirra þarfir, þeirra væntingar, og reyna að uppfylla þær.”
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45
Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45
Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30
Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15