Ásgeir Sigurgeirsson fagnaði í gær sigri í keppni í loftskammbyssu á Inter Shoot, sterku móti í Hollandi.
Ásgeir hlaut flest stig í undankeppninni, 582 talsins, og tryggði sér svo sigur með því að fá 197,2 stig í úrslitunum. Adrian Syms frá Englandi kom næstur með 195,0 stig.
Þetta er í annað sinn sem Ásgeir fagnar sigri á mótinu en næst á dagskrá hjá honum eru æfingar með ítalska landsliðinu í skotfimi. Ítalía er ríkjandi heimsmeistari í loftbyssu og Evrópumeistari í fríbyssu.
Ásgeir vann mót í Hollandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn


