Óvæntur sigur Mayer í bruninu | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2014 08:30 Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81 Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30